Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví segir stjórnvöld ætla að „steypa“ Ísland úr vandanum

Stjórn­ar­and­stað­an legg­ur til að 9 millj­arð­ar fari í ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki sem við­brögð við COVID-19 far­aldr­in­um.

Björn Leví segir stjórnvöld ætla að „steypa“ Ísland úr vandanum
Björn Leví Gunnarsson Píratar segja tilefni til að breyta kerfinu á tímum áfalla. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Kerfin eiga að geta brugðist við ófyrirséðum atburðum, sér í lagi óvæntum atburðum sem þó gerast reglulega eins og óveður og smitsjúkdómar. Það á að hanna þau á þann hátt að þau þoli álagið og geti brugðist við. Þess vegna er sérstakt tækifæri til þess að breyta og bæta þegar áföll gerast.“ Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, við fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar, sem nú er til umræðu á Alþingi.

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa saman lagt fram tillögur um efnahagsaðgerðir til viðbótar við þær sem ríkisstjórnin hefur þegar lagt fram og kynnt. Samtals hljóða tillögur Miðflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins upp á 30 milljarða króna á þessu ári. „Flokkarnir eru sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt hvað varðar aukna opinbera fjárfestingu, stuðning við nýsköpun og nauðsynlega styrkingu velferðarkerfisins vegna Kórónaveirunnar,“ segir í tilkynningu frá flokkunum. „Aðrir hagsmunaaðilar hafa sömuleiðis bent á nauðsynina að meira sé gert. Flokkarnir árétta að þeir munu, eftir sem áður, styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar er miða í rétta átt en telja brýnt að nú sé meira að gert.

Flokkarnir leggja til að 9 milljörðum til viðbótar verði beint inn í tækni, sprota- og skapandi verkefni, viðbótarfjárfestingar í vegakerfinu verði upp á 9 milljarða króna, tæpum 5 milljörðum verði varið í fjárfestingar í hjúkrunarheimilum og öðrum fasteignum hins opinbera, og rúmum 7 milljörðum króna verði varið til velferðarmála. Segja flokkarnir það vonbrigði að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða með ríkisstjórnarflokkunum um efnahagsaðgerðir.

Líkir stöðunni við ónýtan sprengihreyfil

Í minnihlutaálitinu segir Björn Leví verkefnin sem njóta stuðnings í átakinu vera þörf. „Lengi hefur verið kallað eftir flughlaði á Akureyri, akbraut á Egilsstaðaflugvelli, breikkun brúa, framkvæmdum við tengivegi, göngustígum á friðlöndum sem hafa verið undir síauknu álagi undanfarinn áratug, ofanflóðavörnum og stafrænu Íslandi. Hingað til hafa þessi mikilvægu verkefni síendurtekið endað neðarlega á forgangsröðunarlista. Það þurfti neyðarástand til þess að þau hlytu loks meðbyr. Hver veit hversu mörg ár í viðbót hefðu liðið þangað til mörg þessara verkefna hefðu komist á koppinn ef allt hefði gengið sinn vanagang?“

„Það þurfti neyðarástand til þess að þau hlytu loks meðbyr“

Hann segir kerfið þjóna „ímynduðum stöðugleika“, en búa ekki í haginn fyrir tíma ójafnvægis eins og nú séu gengnir í garð. „Í stað orkuskipta yfir í sjálfbærni eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar að senda ónýtan sprengihreyfilinn á verkstæði og vonast til þess að hann skrölti áfram í nokkur ár í viðbót,“ skrifar Björn Leví. „Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar er ætlað að „steypa“ okkur út úr aðsteðjandi vanda og þó það sé gott að fá breiðari brýr og göngustíga inn á þjóðlendur þá er steypa mjög tímabundin lausn til þess að mæta því atvinnuleysi sem nú er spáð. Meiri steypa og malbik reddar byggingariðnaðinum til skamms tíma en það áfall sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum á eftir að valda atvinnuleysi víðar en bara í byggingariðnaðinum. Það þarf að huga betur að orkuskiptum, bæði eiginlegum og hagfræðilegum. Viðbrögð við yfirvofandi vanda verða að byggjast á góðum grunni til framtíðar í stað þess að senda vélina bara í viðgerð. Það þarf bæði að gera við og að uppfæra.“

Stjórnarandstaðan leggur því til að 9,1 milljarður verði lagður í nýsköpun og sprotafyrirtæki. „Hækka verður þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar (1,5 milljarðar kr.) en það mun flytja fjölmörg verkefni til landsins. Settur verði 1 milljarður kr. í Tækniþróunarsjóð en það myndi næstum tvöfalda þennan lykilsjóð. Annar milljarður fari í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Þá renni hálfur milljarður króna til menningar, íþrótta og lista þar sem verulegt tekjutap hefur orðið vegna faraldursins. Keilir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fái 100 millj. kr. og Loftslagssjóður, þar með talið skógrækt, fá hálfan milljarð króna. Þá fái framlög til rannsókna og nýsköpunar í landbúnað (svo sem grænmetisrækt) hálfan milljarð króna. Jafnframt leggur stjórnarandstaðan til tímabundna niðurfellingu eða lækkun tryggingagjalds upp á 4 milljarða kr. fyrir fyrirtæki með sjö eða færri starfsmenn.“

9 milljarðar færu í vegaframkvæmdir og viðhald. „Lagt er til að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir sem hægt er að ráðast í á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. „Verður Vegagerðinni falið að meta hvaða verkefni (5 makr) gætu bæst við en þar má nefna t.d. flýtingu á framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg sé þess kostur. Þá er lagt til að 3 makr verði ráðist í viðhald og tengivegi vegakerfisins þar sem Vegagerðinni verði falið að meta brýnustu verkefnin í hverjum landshluta. Milljarði kr. verður varið í flýtingu framkvæmda vegna skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu og í göngu- og hjólastíga.“

200 þúsund króna eingreiðsla til COVID heilbrigðisstarfsfólks

Þá er lagt til að 4,6 milljarðar fari í fasteignir og aðrar fjárfestingar. „Ráðist verður í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðvesturhorni landsins fyrir 2 milljarða kr. Einnig verða opnuð ný rými sem nú þegar eru til en vantar rekstrarfjármagn upp á 1 milljarð kr. Þetta mun leysa bráðavanda, fjölga störfum og létta álagi af sjúkrastofnunum landsins. Ráðist verði í önnur minni verkefni sem eru startholunum og má þar nefna stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga t.d. sem varðar fráveitumál (300 mkr), 300 mkr. í sóknaráætlun landshluta, framkvæmdir við flughlað á Akureyri og á Egilsstaðaflugvelli (300 mkr), 100 mkr í flugstöðina á Akureyri, 200 mkr. í Tækniskólann, endurgerð sögulegra innréttinga Bessastaðakirkju (100 mkr), viðhaldsverkefni við Hóla í Hjaltadal (100 mkr.), framkvæmdir við íþróttahús VMA (100 mkr), og Húsasafn Þjóðminjasafnsins (100 mkr.).“

Loks leggja flokkarnir til 7,3 milljarða króna framlag til velferðarmála. „Vegna ótrúlegs álags er lagt til að greidd verði sérstök 200.000 kr. eingreiðsla til þess starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid smitaðra sjúklinga. Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga. Stjórnarandstaðan leggur til að eldri borgarar fái sambærilega eingreiðslu og öryrkjar fá, upp á 20.000 kr. Framlög viðfyrirsjáanlegan kostnað heilbrigðiskerfis vegna faraldursins verða aukin um milljarð kr og 200 mkr. verða lagðar til að fjölgun NPA samninga. Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár