Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“

Guð­laug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, starf­andi formað­ur Flug­freyju­fé­lags Ís­lands, seg­ist þakk­lát Icelanda­ir fyr­ir að hafa far­ið þá leið að lækka starfs­hlut­fall flug­freyja og -þjóna í stað þess að ráð­ast í upp­sagn­ir þeirra. Hún seg­ir að áþekk­ar leið­ir verði farn­ar hjá Air Ice­land Conn­ect.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir Hún segir mikinn samhug vera meðal flugfreyja- og þjóna Icelandair.

Óvíst er hversu mikil launaskerðing flugfreyja og -þjóna Icelandair verður eftir að starfshlutfall þeirra fer niður í 25%. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Hún segist þakklát Icelandair fyrir að hafa farið þessa leið, engar uppsagnir flugfreyja og -þjóna verði að svo stöddu. Hún segir að áþekkar leiðir verði farnar hjá Air Iceland Connect.

Samkvæmt frumvarpi um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur. Laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.

Mikill samhugur í stéttinni

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum, þær verða engar að svo stöddu,“  segir Guðlaug. „Það  verður einhver launaskerðing fyrr ákveðinn hóp, launatöflurnar okkar eru byggðar eftir starfsaldri. Öll laun þeirra, sem eru með 400.000 eða minna í föst mánaðarlaun, eru tryggð og ég held, svona fljótt á litið, að langflestir verði fyrir minna en 10% tekjuskerðingu. En það liggur ekki endanlega fyrir.“ 

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum“ 

Guðlaug segir mikinn samhug vera í stéttinni. „Það eru allir að leggjast á eitt, það er bara þannig. Auðvitað eru margir óöryggir og eiga eftir að átta sig á þessum breytingum  og það er meira en skiljanlegt. En fólk virðist almennt til í að leggja sitt af mörkum. Það var biðlað til hópsins um að taka launalaust leyfi og einhverjir völdu það af ýmsum ástæðum, en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir.“ 

Hún segir að félagið hafi verið í nánu samstarfi við stjórnendur Icelandair um útfærslu þessara aðgerða. „Við höfum fundað sleitulaust með Icelandair allan tímann og höfum verið með í ráðum í gegnum allt ferlið.“  

Guðlaug segir að svipaðar aðgerðir séu fyrirhugaðar hjá Air Iceland Connect. Þar verði rafrænn upplýsingafundur fyrir starfsmenn haldinn klukkan 14 og líkt og hjá Icelandair verði engar uppsagnir í hópi flugfreyja -og þjóna. „Hugsanlega verður starfshlutfall fólks þar skert eitthvað minna,“ segir hún.

Segir aðgerðirnar nauðsynlegar

Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar. „Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifaði Bogi Nils til starfsfólks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár