Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“

Guð­laug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, starf­andi formað­ur Flug­freyju­fé­lags Ís­lands, seg­ist þakk­lát Icelanda­ir fyr­ir að hafa far­ið þá leið að lækka starfs­hlut­fall flug­freyja og -þjóna í stað þess að ráð­ast í upp­sagn­ir þeirra. Hún seg­ir að áþekk­ar leið­ir verði farn­ar hjá Air Ice­land Conn­ect.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir Hún segir mikinn samhug vera meðal flugfreyja- og þjóna Icelandair.

Óvíst er hversu mikil launaskerðing flugfreyja og -þjóna Icelandair verður eftir að starfshlutfall þeirra fer niður í 25%. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Hún segist þakklát Icelandair fyrir að hafa farið þessa leið, engar uppsagnir flugfreyja og -þjóna verði að svo stöddu. Hún segir að áþekkar leiðir verði farnar hjá Air Iceland Connect.

Samkvæmt frumvarpi um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur. Laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.

Mikill samhugur í stéttinni

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum, þær verða engar að svo stöddu,“  segir Guðlaug. „Það  verður einhver launaskerðing fyrr ákveðinn hóp, launatöflurnar okkar eru byggðar eftir starfsaldri. Öll laun þeirra, sem eru með 400.000 eða minna í föst mánaðarlaun, eru tryggð og ég held, svona fljótt á litið, að langflestir verði fyrir minna en 10% tekjuskerðingu. En það liggur ekki endanlega fyrir.“ 

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum“ 

Guðlaug segir mikinn samhug vera í stéttinni. „Það eru allir að leggjast á eitt, það er bara þannig. Auðvitað eru margir óöryggir og eiga eftir að átta sig á þessum breytingum  og það er meira en skiljanlegt. En fólk virðist almennt til í að leggja sitt af mörkum. Það var biðlað til hópsins um að taka launalaust leyfi og einhverjir völdu það af ýmsum ástæðum, en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir.“ 

Hún segir að félagið hafi verið í nánu samstarfi við stjórnendur Icelandair um útfærslu þessara aðgerða. „Við höfum fundað sleitulaust með Icelandair allan tímann og höfum verið með í ráðum í gegnum allt ferlið.“  

Guðlaug segir að svipaðar aðgerðir séu fyrirhugaðar hjá Air Iceland Connect. Þar verði rafrænn upplýsingafundur fyrir starfsmenn haldinn klukkan 14 og líkt og hjá Icelandair verði engar uppsagnir í hópi flugfreyja -og þjóna. „Hugsanlega verður starfshlutfall fólks þar skert eitthvað minna,“ segir hún.

Segir aðgerðirnar nauðsynlegar

Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar. „Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifaði Bogi Nils til starfsfólks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár