Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“

Guð­laug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, starf­andi formað­ur Flug­freyju­fé­lags Ís­lands, seg­ist þakk­lát Icelanda­ir fyr­ir að hafa far­ið þá leið að lækka starfs­hlut­fall flug­freyja og -þjóna í stað þess að ráð­ast í upp­sagn­ir þeirra. Hún seg­ir að áþekk­ar leið­ir verði farn­ar hjá Air Ice­land Conn­ect.

Starfshlutfall lækkað í samráði við Flugfreyjufélagið: „Þökkum fyrir“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir Hún segir mikinn samhug vera meðal flugfreyja- og þjóna Icelandair.

Óvíst er hversu mikil launaskerðing flugfreyja og -þjóna Icelandair verður eftir að starfshlutfall þeirra fer niður í 25%. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Hún segist þakklát Icelandair fyrir að hafa farið þessa leið, engar uppsagnir flugfreyja og -þjóna verði að svo stöddu. Hún segir að áþekkar leiðir verði farnar hjá Air Iceland Connect.

Samkvæmt frumvarpi um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur. Laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.

Mikill samhugur í stéttinni

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum, þær verða engar að svo stöddu,“  segir Guðlaug. „Það  verður einhver launaskerðing fyrr ákveðinn hóp, launatöflurnar okkar eru byggðar eftir starfsaldri. Öll laun þeirra, sem eru með 400.000 eða minna í föst mánaðarlaun, eru tryggð og ég held, svona fljótt á litið, að langflestir verði fyrir minna en 10% tekjuskerðingu. En það liggur ekki endanlega fyrir.“ 

„Við sem stéttarfélag þökkum fyrir þessa nýju leið sem er að gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum“ 

Guðlaug segir mikinn samhug vera í stéttinni. „Það eru allir að leggjast á eitt, það er bara þannig. Auðvitað eru margir óöryggir og eiga eftir að átta sig á þessum breytingum  og það er meira en skiljanlegt. En fólk virðist almennt til í að leggja sitt af mörkum. Það var biðlað til hópsins um að taka launalaust leyfi og einhverjir völdu það af ýmsum ástæðum, en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir.“ 

Hún segir að félagið hafi verið í nánu samstarfi við stjórnendur Icelandair um útfærslu þessara aðgerða. „Við höfum fundað sleitulaust með Icelandair allan tímann og höfum verið með í ráðum í gegnum allt ferlið.“  

Guðlaug segir að svipaðar aðgerðir séu fyrirhugaðar hjá Air Iceland Connect. Þar verði rafrænn upplýsingafundur fyrir starfsmenn haldinn klukkan 14 og líkt og hjá Icelandair verði engar uppsagnir í hópi flugfreyja -og þjóna. „Hugsanlega verður starfshlutfall fólks þar skert eitthvað minna,“ segir hún.

Segir aðgerðirnar nauðsynlegar

Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar. „Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifaði Bogi Nils til starfsfólks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár