Allar flugfreyjur eða - þjónar Icelandair munu fara niður í 25% starfshlutfall og enginn úr þessum hópi er meðal þeirra 240 starfsmanna Icelandair sem verður sagt upp, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar.
Þá hafa allnokkrar flugfreyjur- og þjónar ákveðið að fara í launalaust leyfi á meðan þetta ástand varir.
Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall. Þessi hópur fellur undir úrræði um mótframlag vegna skertst starfshlutfall sem ríkisstjórnin hefur kynnt vegna COVID-19 faraldursins.
Athugasemdir