Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skylda borgara til að aðstoða á hættustundu verið í lögum frá 1962

Ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra skýr­ir skil­yrð­in fyr­ir því hvenær borg­ara­leg skylda manna til að að­stoða í hjálp­arliði al­manna­varna án end­ur­gjalds tek­ur gildi. Sú skylda er nú við lýði þar sem neyð­arstigi al­manna­varna hef­ur ver­ið lýst yf­ir.

Skylda borgara til að aðstoða á hættustundu verið í lögum frá 1962
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra setti reglugerð þar sem borgaraleg skylda til að aðstoða er tengd neyðarstigi almannavarna. Mynd: xd.is

Borgaraleg skylda til að hjálpa á hættustundu hefur verið í lögum frá 1962 hið minnsta. Ný reglugerð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem tengir slíka skyldu við neyðarstig almannavarna, felur þannig ekki í sér nein nýmæli um getu stjórnvalda til þess að krefja fólk um að gegna starfi í hjálparliði almannavarna án endurgjalds.

Hjálparlið almannavarna aðstoðar við eldvarnir, björgun og sjúkra­flutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, lög­gæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf, að því fram kemur í reglugerðinni.

Lög um almannavarnir voru samþykkt árið 2008 í tíð Björns Bjarnasonar sem dómsmálaráðherra. Við samþykkt laganna féllu úr gildi fyrri lög sem sett höfðu verið árið 1962. Í þeim var um sams konar borgaralega skyldu að ræða til að aðstoða á hættustundu.

Reglugerð sem Áslaug Arna setti á þriðjudag hefur vakið athygli, en í henni er ekki talað um „hættustundu“ eins og í lögunum. Ákvæðið er þess í stað tengt neyðarstigi almannavarna sem hefur verið í gildi frá 6. mars síðastliðnum. Heimild er í lögunum til að setja reglugerðina um starfsskyldu. „Skal að því stefnt að starfskvöð komi sem réttlátast niður á borgarana,“ segir í lögunum.

„Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglu­stjóra,“ segir í nýju reglugerðinni. „Kveðja má þá sem eru á aldrinum 16–18 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir. Þeim sem kvaddir hafa verið til starfs skv. 1. mgr. ber að koma til læknisskoðunar, ef nauðsyn­legt þykir. Enginn má á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“

Lögreglustjóri skipar í hjálparlið, en ákvörðun hans má ekki skjóta til dómsmálaráðherra þegar neyðarástand ríkir. Þá má sá sem kvaddur er til aðstoðar ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Loks hefur ríkislögreglustjóri ákvörðunarvald um flutning þeirra sem kvaddir eru til tafarlausrar aðstoðar.

Engin ákvæði eru um viðurlög við því að skorast undan því að gegna starfinu, hvorki í lögunum né reglugerðinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár