Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skylda borgara til að aðstoða á hættustundu verið í lögum frá 1962

Ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra skýr­ir skil­yrð­in fyr­ir því hvenær borg­ara­leg skylda manna til að að­stoða í hjálp­arliði al­manna­varna án end­ur­gjalds tek­ur gildi. Sú skylda er nú við lýði þar sem neyð­arstigi al­manna­varna hef­ur ver­ið lýst yf­ir.

Skylda borgara til að aðstoða á hættustundu verið í lögum frá 1962
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra setti reglugerð þar sem borgaraleg skylda til að aðstoða er tengd neyðarstigi almannavarna. Mynd: xd.is

Borgaraleg skylda til að hjálpa á hættustundu hefur verið í lögum frá 1962 hið minnsta. Ný reglugerð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem tengir slíka skyldu við neyðarstig almannavarna, felur þannig ekki í sér nein nýmæli um getu stjórnvalda til þess að krefja fólk um að gegna starfi í hjálparliði almannavarna án endurgjalds.

Hjálparlið almannavarna aðstoðar við eldvarnir, björgun og sjúkra­flutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, lög­gæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf, að því fram kemur í reglugerðinni.

Lög um almannavarnir voru samþykkt árið 2008 í tíð Björns Bjarnasonar sem dómsmálaráðherra. Við samþykkt laganna féllu úr gildi fyrri lög sem sett höfðu verið árið 1962. Í þeim var um sams konar borgaralega skyldu að ræða til að aðstoða á hættustundu.

Reglugerð sem Áslaug Arna setti á þriðjudag hefur vakið athygli, en í henni er ekki talað um „hættustundu“ eins og í lögunum. Ákvæðið er þess í stað tengt neyðarstigi almannavarna sem hefur verið í gildi frá 6. mars síðastliðnum. Heimild er í lögunum til að setja reglugerðina um starfsskyldu. „Skal að því stefnt að starfskvöð komi sem réttlátast niður á borgarana,“ segir í lögunum.

„Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglu­stjóra,“ segir í nýju reglugerðinni. „Kveðja má þá sem eru á aldrinum 16–18 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir. Þeim sem kvaddir hafa verið til starfs skv. 1. mgr. ber að koma til læknisskoðunar, ef nauðsyn­legt þykir. Enginn má á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“

Lögreglustjóri skipar í hjálparlið, en ákvörðun hans má ekki skjóta til dómsmálaráðherra þegar neyðarástand ríkir. Þá má sá sem kvaddur er til aðstoðar ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Loks hefur ríkislögreglustjóri ákvörðunarvald um flutning þeirra sem kvaddir eru til tafarlausrar aðstoðar.

Engin ákvæði eru um viðurlög við því að skorast undan því að gegna starfinu, hvorki í lögunum né reglugerðinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár