Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skylda borgara til að aðstoða á hættustundu verið í lögum frá 1962

Ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra skýr­ir skil­yrð­in fyr­ir því hvenær borg­ara­leg skylda manna til að að­stoða í hjálp­arliði al­manna­varna án end­ur­gjalds tek­ur gildi. Sú skylda er nú við lýði þar sem neyð­arstigi al­manna­varna hef­ur ver­ið lýst yf­ir.

Skylda borgara til að aðstoða á hættustundu verið í lögum frá 1962
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra setti reglugerð þar sem borgaraleg skylda til að aðstoða er tengd neyðarstigi almannavarna. Mynd: xd.is

Borgaraleg skylda til að hjálpa á hættustundu hefur verið í lögum frá 1962 hið minnsta. Ný reglugerð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem tengir slíka skyldu við neyðarstig almannavarna, felur þannig ekki í sér nein nýmæli um getu stjórnvalda til þess að krefja fólk um að gegna starfi í hjálparliði almannavarna án endurgjalds.

Hjálparlið almannavarna aðstoðar við eldvarnir, björgun og sjúkra­flutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, lög­gæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf, að því fram kemur í reglugerðinni.

Lög um almannavarnir voru samþykkt árið 2008 í tíð Björns Bjarnasonar sem dómsmálaráðherra. Við samþykkt laganna féllu úr gildi fyrri lög sem sett höfðu verið árið 1962. Í þeim var um sams konar borgaralega skyldu að ræða til að aðstoða á hættustundu.

Reglugerð sem Áslaug Arna setti á þriðjudag hefur vakið athygli, en í henni er ekki talað um „hættustundu“ eins og í lögunum. Ákvæðið er þess í stað tengt neyðarstigi almannavarna sem hefur verið í gildi frá 6. mars síðastliðnum. Heimild er í lögunum til að setja reglugerðina um starfsskyldu. „Skal að því stefnt að starfskvöð komi sem réttlátast niður á borgarana,“ segir í lögunum.

„Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglu­stjóra,“ segir í nýju reglugerðinni. „Kveðja má þá sem eru á aldrinum 16–18 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir. Þeim sem kvaddir hafa verið til starfs skv. 1. mgr. ber að koma til læknisskoðunar, ef nauðsyn­legt þykir. Enginn má á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“

Lögreglustjóri skipar í hjálparlið, en ákvörðun hans má ekki skjóta til dómsmálaráðherra þegar neyðarástand ríkir. Þá má sá sem kvaddur er til aðstoðar ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Loks hefur ríkislögreglustjóri ákvörðunarvald um flutning þeirra sem kvaddir eru til tafarlausrar aðstoðar.

Engin ákvæði eru um viðurlög við því að skorast undan því að gegna starfinu, hvorki í lögunum né reglugerðinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
6
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár