Á þessum tíma í fyrra iðaði Þórbergssetur að Hala í Suðursveit og umhverfi þess af lífi. Þar voru öll herbergin 35 og íbúðirnar þrjár sem tilheyra hótelinu full dag eftir dag. Þar dvelja margir sem ástunda jöklaferðir og aðra vetrarferðamennsku. Þangað kemur þar að auki nokkur fjöldi fólks á degi hverjum í hádegismat, á veitingahúsið sem rekið er á staðnum. Á dagskrá Þórbergsseturs á næstu vikum voru bókmenntahátíð, hrossakjötsveisla og briddshátíð svo eitthvað sé nefnt.
Nú hefur öllu menningarstarfi verið aflýst og hótelið, sem var fullbókað í mars, er því sem næst tómt. „Það byrjaði að hægjast verulega um hjá okkur í kringum 12. mars. Okkur hefur þó tekist að halda þessu gangandi með tilfærslum og breytingum. Frá og með morgundeginum er hins vegar nánast enginn hérna,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs. Hún segir að vel geti svo farið að hótelinu verði lokað um tíma. Þórbergssetri verði líklega einnig lokað, …
Athugasemdir