Birgir Guðjónsson var forstöðulæknir Hrafnistu um langt árabil og þekkir því málefni eldri borgara afar vel. Eiginkona hans til tæplega 60 ára, Heiður Anna Vigfúsdóttir, glímir við Alzheimer-sjúkdóminn og dvelur því á hjúkrunarheimili. Birgir er afar ósáttur við það sem hann kallar gjörsamlega fyrirvaralaust bann við heimsóknum aðstandenda á hjúkrunarheimili.
„Konan mín, lífsförunautur til 60 ára, er á stofnun. Hún fékk Alzheimer-sjúkdóminn og brotnaði. Hún er bundin í hjólastól og dvelur á stofnuninni, þar sem hún fær mjög góða umönnun. Samskiptin til þessa hafa verið góð. Ég hef alltaf getað komið í kaffi, getað komið í mat á sunnudögum eða hátíðisdögum, þannig að það er til fyrirmyndar. En þetta er allt rofið,“ segir hann.
Birgir segir að eftir veikindi og brot Heiðar Önnu hafi hún þurft að dveljast í um eitt og hálft ár á stofnunum, fyrst á Landspítalanum í Fossvogi. „Ég hef hitt hana hvern einasta dag.“ Hann segir …
Athugasemdir