Staðfest hefur verið að nemandi í 10. bekk í Hagaskóla í Reykjavík er smitaður af COVID-19 veirunni. Tveir tíundu bekkir skólans hafa verið settir í sóttkví og fjórir kennarar við skólann einnig.
Greint var frá því í gær að nemendur í 10. bekk í Hagaskóla hefðu verið sendir heim vegna mögulegs COVID-19 smits eins nemanda. Það var svo staðfest í dag. Nemandinn sem um ræðir var síðast í skólanum 13. mars síðastliðinn. Samkvæmt skilaboðum frá skólastjórnendum er gert ráð fyrir að skipulögð kennsla í öðrum 10. bekkjum, í 8. bekk og 9. bekk, verði með óbreyttu sniði á morgun.
„Það er ljóst að róðurinn þyngist dag frá degi en hér í Hagaskóla eins og annars staðar í samfélaginu skiptir samtakamáttu miklu máli,“ segir í tölvupósti til foreldra frá skólastjóra.
Samkvæmt nýjustu tölum hafa 330 smit verið staðfest hér …
Athugasemdir