Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég dáist að fólki eins og mömmu“

Heið­ar Hild­ar­son, 18 ára fram­halds­skóla­nemi, ólst upp við fá­tækt hjá ein­stæðri móð­ur sem er ör­yrki og hef­ur þurft að reiða sig á að­stoð hjálp­ar­stofn­ana til að sjá fyr­ir börn­un­um. Hann lýs­ir að­stæð­um sín­um og seg­ir skrít­ið að fólk geti ekki séð fjöl­skyld­unni far­boða í ís­lensku sam­fé­lagi, en fólk eins og móð­ir hans, sem hafi leit­að allra leiða til að búa börn­un­um betra líf, eigi að­dá­un skilda.

„Ég dáist að fólki eins og mömmu“

Börn bera aldrei ábyrgð á eigin lífskjörum. Engu að síður eru þau sá þjóðfélagshópur sem líður einna mest fyrir fátækt foreldra sinna, óháð því hvaða ástæður eru fyrir henni. Fátækt í æsku hefur margvísleg áhrif á lífshlaup fólks og þegar börn líða skort og hafa til dæmis ekki tækifæri til að halda upp á afmæli, bjóða vinum heim, fá ný föt eða eiga sömu áhugamál og jafnaldrar þeirra, er hætta á að þau verði félagslega einangruð. Þar með hafa ekki öll börn sömu möguleika á að njóta réttinda sinna. Þá hafa rannsóknir sýnt að börnum af efnaminni heimilum er hættara en öðrum börnum við að verða fyrir kynferðisofbeldi. Um 10% íslenskra barna búa á heimilum þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum. Á Íslandi eru rúmlega 85.000 börn á aldrinum 0-18 ára og því búa um 8.500 börn við þessar aðstæður.

Þrjú þessara barna segja sögu sína í viðtali við Stundina. Þau vilja ekki koma öll fram undir nafni. Foreldrar þeirra, sem sjálf ólust upp við fátækt, óttast að börnin þeirra muni festast í fátækragildru. Þau eru farin að venjast þessu ástandi, þau þekkja ekkert annað,“ segir ein móðirin. Hér er fyrsta viðtalið birt, en þar segir Heiðar Hildarson, 18 ára drengur frá aðstæðum sínum. 

Oft lítill matur í ísskápnum 

„Ég hef alist upp við fátækt. Mamma er öryrki og er ein með okkur bræðurna. Hún hefur aldrei haft neitt á milli handanna en hefur reynt að láta okkur ekki finna fyrir því. Við höfum fengið mikla hjálp frá öðrum; ömmu og afa, frændfólki og hjálparstofnunum. Oft kom fyrir að það var lítill matur í ísskápnum. Mamma passaði alltaf að ég fengi að borða, þá borðaði hún minna. Stundum fórum við í mat til ömmu og afa þegar við áttum lítið.

„Mamma passaði alltaf að ég fengi að borða, þá borðaði hún minna“

Við höfum alltaf fengið aðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar og fengið þar mat og föt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fátæk börn

„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“
ViðtalFátæk börn

„Stund­um er ég svöng og það er eng­inn mat­ur til“

„Mér finnst ég ekk­ert þurfa að eiga mik­ið,“ seg­ir 16 ára stúlka í Reykja­vík. Hún er ein þriggja systkina á heim­ili þar sem einu tekj­urn­ar eru bæt­ur ein­stæðr­ar móð­ur þeirra sem sam­an­lagt nema 322.000 krón­um á mán­uði. Fjöl­skyld­an hef­ur um 30.000 krón­ur til ráð­stöf­un­ar eft­ir að föst út­gjöld hafa ver­ið greidd og reið­ir sig að miklu leyti á að­stoð hjálp­ar­sam­taka.
Hætti að halda upp á afmælið sitt tíu ára: „Ég veit að við erum fátækar“
ViðtalFátæk börn

Hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára: „Ég veit að við er­um fá­tæk­ar“

„Ég veit að við er­um fá­tæk­ar, en ég hugsa ekk­ert mik­ið um það. Nema þeg­ar það er ekk­ert til að borða heima,“ seg­ir 16 ára ung­lings­stúlka í Grafar­vogi. Hún hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára göm­ul, lok­ar sig af fé­lags­lega og læt­ur sig dreyma um ferða­lög, en ætl­ar samt að nýta pen­ing­ana sem hún hef­ur safn­að fyr­ir út­skrift­ar­ferð í eitt­hvað hag­nýt­ara.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár