Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hundruð Íslendinga sýna áströlsku ekkjunni samhug

Áströlsk kona sem missti eig­in­mann sinn fyr­ir tveim­ur dög­um er í ein­angr­un hér á landi vegna COVID-19 smits. Stofn­uð hef­ur ver­ið síða á Face­book þar sem fólki gefst færi á að senda henni sam­úð­arkveðj­ur og hlýhug.

Hundruð Íslendinga sýna áströlsku ekkjunni samhug
Íslendingar sýna hlýhug Fjöldi fólks hefur sent ástralskri konu sem missti manninn sinn á Húsavík fyrir tveimur samúðarkveðjur. Mynd: Shutterstock

Hátt í 2.000 Íslendingar hafa gengið í hóp á Facebook sem ætlaður er til að sýna samhug með ástralskri konu sem missti manninn sinn en hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 16. mars síðastliðinn. Konan er smituð af COVID-19 veirunni og hefur verið sett í einangrun vegna þess.

Maðurinn leitaði á Heilbrigðisstofnunina vegna alvarlegra veikinda en lést skömmu eftir komuna þangað. Ekki hefur fengist uppgefið hvers eðlis veikindin voru en hins vegar var maðurinn smitaður af COVID-19 kórónaveirunni. Samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu Landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra voru þau sjúkdómseinkenni sem maðurinn sýndi ekki dæmigerð fyrir COVID-veiruna en unnið sé að því að skera úr um hver dánarorsök var.

Í gærkvöldi, 17. mars, var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Góða systir hvílíkt kvalræði eftirlifandi eiginkona mannsins hlyti að vera að ganga í gegnum. Hún væri alein í ókunn landi, að kljást við illvígan sjúkdóm og sett í einangrun þess vegna, aðeins fáeinum stundum eftir að hafa misst manninn sinn. Þá væri ólíklegt að ættingjar hennar eða vinir gætu ferðast hingað til lands, henni til stuðnings, vegna ferðabanns og niðurfelldra flugferða.

„Mér datt í hug hvort samhugur og samúðarkveðjur gætu verið henni einhvers konar huggun, eða amk myndi hún þá vita að okkur er ekki sama og finnum til með henni og að hún sé ekki alveg ein.

Hvernig hljómar ef við myndum búa til fb grúppu og setja inn fallegar kveðjur til hennar?

Ég veit að þetta er ekki mikið, en ég veit hvað samhugur getur verið dýrmætur þegar sorgin er yfirþyrmandi,“ skrifaði Rakel Jónsdóttir sem fyrst vakti máls á aðstæðum konunnar.

Hugmyndin hlaut þegar í stað mikinn hljómgrunn og skömmu fyrir miðnætti var sett upp Facebook-síða í þessu skyni, sem ber heitið With love from us. Mikill fjöldi fólks, ekki síst konur, hefur gengið í hópinn og fjölgar mjög hratt. Fólk birtir þar samúðarkveðjur til áströlsku konunnar hvert á fætur öðru með von um að það verði henni eitthvað haldreipi í sorg sinni og erfiðum aðstæðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár