Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hundruð Íslendinga sýna áströlsku ekkjunni samhug

Áströlsk kona sem missti eig­in­mann sinn fyr­ir tveim­ur dög­um er í ein­angr­un hér á landi vegna COVID-19 smits. Stofn­uð hef­ur ver­ið síða á Face­book þar sem fólki gefst færi á að senda henni sam­úð­arkveðj­ur og hlýhug.

Hundruð Íslendinga sýna áströlsku ekkjunni samhug
Íslendingar sýna hlýhug Fjöldi fólks hefur sent ástralskri konu sem missti manninn sinn á Húsavík fyrir tveimur samúðarkveðjur. Mynd: Shutterstock

Hátt í 2.000 Íslendingar hafa gengið í hóp á Facebook sem ætlaður er til að sýna samhug með ástralskri konu sem missti manninn sinn en hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 16. mars síðastliðinn. Konan er smituð af COVID-19 veirunni og hefur verið sett í einangrun vegna þess.

Maðurinn leitaði á Heilbrigðisstofnunina vegna alvarlegra veikinda en lést skömmu eftir komuna þangað. Ekki hefur fengist uppgefið hvers eðlis veikindin voru en hins vegar var maðurinn smitaður af COVID-19 kórónaveirunni. Samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu Landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra voru þau sjúkdómseinkenni sem maðurinn sýndi ekki dæmigerð fyrir COVID-veiruna en unnið sé að því að skera úr um hver dánarorsök var.

Í gærkvöldi, 17. mars, var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Góða systir hvílíkt kvalræði eftirlifandi eiginkona mannsins hlyti að vera að ganga í gegnum. Hún væri alein í ókunn landi, að kljást við illvígan sjúkdóm og sett í einangrun þess vegna, aðeins fáeinum stundum eftir að hafa misst manninn sinn. Þá væri ólíklegt að ættingjar hennar eða vinir gætu ferðast hingað til lands, henni til stuðnings, vegna ferðabanns og niðurfelldra flugferða.

„Mér datt í hug hvort samhugur og samúðarkveðjur gætu verið henni einhvers konar huggun, eða amk myndi hún þá vita að okkur er ekki sama og finnum til með henni og að hún sé ekki alveg ein.

Hvernig hljómar ef við myndum búa til fb grúppu og setja inn fallegar kveðjur til hennar?

Ég veit að þetta er ekki mikið, en ég veit hvað samhugur getur verið dýrmætur þegar sorgin er yfirþyrmandi,“ skrifaði Rakel Jónsdóttir sem fyrst vakti máls á aðstæðum konunnar.

Hugmyndin hlaut þegar í stað mikinn hljómgrunn og skömmu fyrir miðnætti var sett upp Facebook-síða í þessu skyni, sem ber heitið With love from us. Mikill fjöldi fólks, ekki síst konur, hefur gengið í hópinn og fjölgar mjög hratt. Fólk birtir þar samúðarkveðjur til áströlsku konunnar hvert á fætur öðru með von um að það verði henni eitthvað haldreipi í sorg sinni og erfiðum aðstæðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár