Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví varar við „skemmdarverkapólitík“ Davíðs Oddssonar í neyðarástandi

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að­gerð­ir stjórn­valda til að bregð­ast við COVID-19 hafa ver­ið ágæt­ar. Freist­ing­in til að mis­nota vald sé þó mik­il í þessu ástandi og stjórn­ar­and­staða þurfi að vera heið­ar­leg.

Björn Leví varar við „skemmdarverkapólitík“ Davíðs Oddssonar í neyðarástandi
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn segir eftirlit með stjórnvöldum mikilvægara í neyðarástandi. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Þótt ég gæti sagt eitt og annað um aðgerðir stjórnvalda á undanförnum dögum þá hafa þær í heildina verið ágætar. Það er alltaf hægt að segja að það þurfi að gera meira, en þess háttar gagnrýni er nákvæmlega sú skemmdarverkastjórnarandstöðufræði sem Davíð Oddsson stundaði.“ Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í grein í dag í Morgunblaðinu, sem Davíð ritstýrir.

Björn Leví segir „skemmdarverkapólitík“ grafa undan almennu trausti í samfélaginu og fría valdhafa frá ábyrgð í alvarlegum málum. Ekki sé skynsamlegt að stjórnarandstaðan, sem Björn Leví tilheyrir, reyni að gera öll mál tortryggileg í neyðarástandi. „Nú er því rétti tíminn til þess að segja að aðgerðir stjórnvalda hingað til hafa verið góðar og ég veit að það verður meira gert á næstunni,“ skrifar hann. „Ég skil þó óþolinmæði ýmissa hópa að hafa ekki fengið að vera með í ráðum þegar tilkynnt var um fyrstu aðgerðir stjórnvalda. Það þýðir ekki að þau hafi gleymst né séu neðar í forgangsröðuninni. Ég bið því fólk að fylgjast vel með valdhöfum, og líka með stjórnarandstöðu. Pössum upp á að pólitíkin geri slæmt skárra og gott betra. Ekki öfugt.“

Björn Leví útskýrir nánar hvað hann á við með „skemmdarverkapólitík“ og vísar í frægt viðtal við Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra. „Fræðin um stjórnarandstöðu segja: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Svo var vitnað í Davíð Oddsson í Morgunblaðinu hinn 3. janúar 2001,“ skrifar Björn Leví.

Davíð OddssonDavíð starfaði í minnihluta í Reykjavíkurborg áður en hann varð borgarstjóri, en var aldrei í stjórnarandstöðu á þingi eftir að hann varð forsætisráðherra.

„Fræðin um stjórnarandstöðu eru rugl. Þessi stjórnarandstöðufræði sem núverandi ritstjóri Morgunblaðsins beitti eru ekkert annað en aðvörunin sem strákurinn fékk sem kallaði úlfur, úlfur. Það verður enginn munur á stjórnarandstöðu vegna máls sem er gott eða slæmt. Utan frá lítur út fyrir að galað sé úlfur, úlfur í öllum málum sem gerir það að verkum að lokum að enginn tekur mark á stjórnarandstöðu. Það er auðvitað heppilegast fyrir valdhafa þegar allt kemur til alls. Gagnrýnin verður að bakgrunnssuði og það verður alltaf að kalla hærra og hærra til þess að láta í sér heyra. Afleiðingin er að enginn heyrir og mál sem eru virkilega gagnrýniverð raungerast og kosta okkur formúu fjár eða brjóta á mannréttindum, eins og skipun dómara í Landsrétt og afturvirk skerðing lífeyris,“ bætir hann við.

„Mesta freistingin til þess að misnota vald er nefnilega í neyðarástandi“

Björn Leví segir eftirlitið með aðgerðum stjórnvalda hins vegar mikilvægara í neyðarástandi og stjórnarandstaða með þessum hætti enn alvarlegri. „Mesta freistingin til þess að misnota vald er nefnilega í neyðarástandi,“ skrifar hann. „Þá er mjög auðvelt að réttlæta allt, hvort sem réttlætingin stenst skoðun eða ekki. Neyðin gerir ábyrgð stjórnvalda vegna aðgerða mun meiri sem og gagnrýni stjórnarandstöðu. Að beita aðferðafræðinni „að hjóla í öll mál“, sama hvað, er því sérstaklega óheiðarleg pólitík þegar um neyðarástand er að ræða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár