Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

90 börnum neitað um efnismeðferð frá 2015

63 börn voru send úr landi und­an­far­in fimm ár á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.

90 börnum neitað um efnismeðferð frá 2015
Brottvísunum mótmælt Fjölda mála hjá Útlendingastofnun hefur verið mótmælt opinberlega undanfarin ár. Mynd: Davíð Þór

911 börn hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi undanfarin fimm ár eða verið hluti af fjölskyldum sem hafa sótt um. 185 barnanna voru undir tveggja ára aldri.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns um umsóknir barna árin 2015 til 2019. Ekki var hægt að svara fyrir um niðurstöður allra málanna, þar sem sum þeirra eru enn til meðferðar. Þá er hluti þeirra í meðferð hjá kærunefnd útlendingamála og niðurstaða málanna gæti breyst.

90 af börnunum var synjað um efnismeðferð, að því fram kemur í svarinu, en 58 barnanna úr þeim hópi voru frá ríkjum sem síðar hafa verið sett á lista yfir örugg upprunaríki. 178 umsóknir á tímabilinu voru dregnar til baka. 63 börn voru send úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 267 börn fengu jákvæða niðurstöðu um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Tekin viðtöl við 93 af börnunum sem um ræðir. Viðtölin fara annað hvort fram hjá Útlendingastofnun eða í Barnahúsi. „Öllum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, hvort sem er í fylgd foreldra sinna eða fylgdarlaus, er boðið í viðtal hafi þau þroska, getu og vilja til þess,“ segir í svari ráðherra. „Starfsfólk stofnunarinnar sem hefur hlotið til þess sérstaka þjálfun hefur tekið viðtöl við börn allt niður í fimm ára aldur. Þannig er börnum tryggður réttur til að tjá sig sjálf um aðstæður sínar, heilsufar, líðan og fleira.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár