Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Staðfestir frestun brottvísunar en segir hana þó enn standa til

Upp­lýs­inga­full­trúi Út­lend­inga­stofn­un­ar seg­ir ekki rétt að grísk stjórn­völd hafni því að taka við ein­stak­ling­um sem hafi feng­ið al­þjóð­lega vernd þar í landi. Brott­vís­un fjöl­skyldu og ein­stak­lings til Grikk­lands sé enn í bí­gerð, þó að henni hafi ver­ið frest­að aft­ur. Lög­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar kall­ar stefnu stjórn­valda í mál­efn­um hæl­is­leit­enda harð­neskju­lega og seg­ir með ólík­ind­um að bjóða barna­fjöl­skyldu upp á þann hringlanda­hátt sem ein­kennt hef­ur mál­ið.

Staðfestir frestun brottvísunar en segir hana þó enn standa til
Ágreiningur um ástæður frestunar Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir það ekki er rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafa fengið alþjóðlega vernd þar, eins og Sema Erla Serdar fullyrðir.

Ekki er rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafa fengið alþjóðlega vernd þar, vegna aðstæðna þar í landi. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Útlendingastofnun. 

Stofnunin sendi tilkynninguna frá sér í kjölfar frétta af því að brottvísun systkinanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra hafi verið frestað í annað sinn. Sema Erla Serdar, talskona hjálparsamtakanna Solaris, sem verið hefur fjölskyldunni innan handar, tilkynnti það á Facebook-síðu sinni með orðunum: „Það er búið að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma! Sú skýring sem gefin er á því er að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar!“ 

Í tilkynningu Útlendingastofnunar, sem lesa má hér í heild …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár