Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir grísk stjórnvöld hafa stöðvað Ísland: Systkinin ekki flutt úr landi

Grikk­ir geta ekki tek­ið á móti meira flótta­fólki, segja þar­lend stjórn­völd, og hafa þannig sett ís­lensk­um yf­ir­völd­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Þetta seg­ir Sema Erla Ser­d­ar hjá Solar­is. Ekk­ert verð­ur úr brott­vís­un­um fimm barna­fjöl­skyldna að svo komnu.

Segir grísk stjórnvöld hafa stöðvað Ísland: Systkinin ekki flutt úr landi
Systkinin Búið er að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma. Mynd: Úr einkasafni

„Það er búið að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma! Sú skýring sem gefin er á því er að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar!“ Þetta sagði Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, á Facebook fyrir stundu.

Útlendingastofnun fyrirhugaði að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum úr landi og til Grikklands í vikunni. Aðstæður flóttafólks í Grikklandi hafa lengi verið bágbornar og fjöldi alþjóðstofnana og samtaka á borð við UNICEF og Rauða krossinn ítrekað fordæmt brottvísanir á börnum þangað. „Það er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta brottvísanir á börnum til Grikklands,“ sagði Rauði krossinn á Íslandi í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér þann 4. mars síðastliðinn til þess að mótmæla umræddum brottvísunum.

Sema Erla Serdar

Sema Erla bendir á að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár