Kostnaður við að hafa gjaldfrjálst í bílastæðahús Reykjavíkurborgar að nóttu til mundi vera um 15 milljónir króna á ári og tekjur myndu dragast saman um 5 til 10 milljónir. Þetta kemur fram í svari við tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, í skipulags- og samgönguráði þess efnis, en tillagan var felld af meirihlutanum.
Nýting húsanna að næturlagi er um 10 til 15 prósent samkvæmt svarinu, að meðtöldum langtímanotendum með mánaðarkort. „Vel má skoða leiðir til að auka nýtingu bílastæðahúsa og jafnframt að auka tekjur af þeim og bæta þjónustuna,“ segir í bókun meirihlutans. „Þá væri æskilegt að leita leiða til að færa bílaleigubíla í auknum mæli af íbúðagötum og inn í bílastæðahús. Tillagan sem lögð er fram ein og sér myndi hins vegar leiða til tekjutaps sem við teljum ekki vera æskilegt.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hafa bílastæðahúsin opin allan sólarhringinn gegn …
Athugasemdir