Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Silja Dögg hefur áhyggjur af framferði pólskra stjórnvalda

For­seti Norð­ur­landa­ráðs seg­ir að­gerð­ir yf­ir­valda í Póllandi á skjön við hug­sjón­ir nor­rænna stjórn­mála­manna. Vald­haf­ar breyti dóms­kerf­inu, skipti sér af starfi fjöl­miðla og séu for­dóma­full­ir í garð hinseg­in fólks.

Silja Dögg hefur áhyggjur af framferði pólskra stjórnvalda
Silja Dögg Gunnarsdóttir Þingmaður Framsóknarflokks var kjörin forseti Norðurlandaráðs í lok árs. Mynd: Framsókn

„Framferði nýju valdhafanna í Póllandi hefur valdið okkur í Norðurlandaráði og mörgum öðrum áhyggjum á síðustu árum. Umdeildar breytingar á dómskerfinu, afskipti valdhafa af störfum fjölmiðla og afstaðan til hinsegin fólks er á skjön við skoðanir og hugsjónir mínar og flestra norrænna stjórnmálamanna.“

Þetta skrifar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og forseti Norðurlandaráðs, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag sem ber titilinn „Norður­landa­ráð styður lýð­ræðis­öfl í Pól­landi“. Silja Dögg bendir á að hátt í fjórir af hverjum tíu innflytjendum á Íslandi séu frá Póllandi, alls nálægt því tuttugu þúsund manns, fleiri en allir íbúar Reykjanesbæjar eða Akureyrar. „Þó ekki væri nema af þessari ástæðu ættu málefni Póllands að vera ofarlega í hugum Íslendinga,“ skrifar hún. „Pólverjar eru jafnframt fjölmennasti hópur innflytjenda í Noregi og Danmörku og í Svíþjóð búa næstum 100 þúsund Pólverjar. Stjórnmálamenn í þessum löndum eru enda mjög uppteknir af þróun mála í þessu stóra og fjölmenna nágrannalandi sínu.“

Hún bendir á að lítil sem engin samskipti hafi verið milli Norðurlandaráðs og pólska þingsins frá árinu 2015, þegar þjóðernis- og íhaldsflokkurinn Lög og réttur náði meirihluta á þinginu og tók við stjórnartaumunum í Póllandi. Flokkurinn hafi hins vegar misst tökin á öldungadeild þingsins í október og tengslin hafi verið endurvakin, að frumkvæði Tomasz Grodzki, forseta öldungadeildarinnar. Þriggja manna sendinefnd muni heimsækja pólska þingið í mars.

„Á fundum með Grodzki þingforseta og fleiri pólskum þingmönnum ætlum við meðal annars að ræða stöðu pólskra innflytjenda á Norðurlöndum en jafnframt upplýsingaóreiðu og falsfréttir, sem er hluti af áherslumálum formennsku Íslands í Norðurlandaráði. Einnig verður rætt um öryggismál og sérstaklega stöðuna í Úkraínu og almennt um samstarf Póllands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin,“ skrifar Silja Dögg að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár