Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spilin taka allt

Georg F. Ísaks­son er óvirk­ur spilafík­ill, en um ára­tuga skeið spil­aði hann fjár­hættu­spil, stund­aði veð­mál og sótti spila­kassastaði. Hann hef­ur bar­ist við aðr­ar fíkn­ir, en seg­ir spilafíkn­ina erf­ið­asta við­ur­eign­ar.

„Spilin taka allt. Allan pening og allan tíma. Öll tækifæri til að gera eitthvað annað. Ég hef barist við aðrar fíknir, en spilafíknin er sú fíkn sem ég hef átt erfiðast með að losna við.“ Þetta segir Georg F. Ísaksson laganemi. Hann barðist við spilafíkn um áratugaskeið en hefur nú ekki spilað í sex ár. 

„Ég held að ég hafi verið tíu ára þegar ég fór fyrst í spilakassa, það var í kringum 1980,“ segir Georg. „Það var strax eitthvað þá sem höfðaði mjög sterkt til mín og upp frá því var tónninn gefinn. Þegar ég komst á unglingsár spilaði ég í kössum, stundaði veðmál, spilaði í spilaklúbbum og eiginlega alls staðar þar sem ég gat spilað eða veðjað fyrir peninga. Ég flosnaði ítrekað upp úr framhaldsskólanámi því ég þurfti að eiga fyrir þessu, fór að vinna en launin dugðu ekki til og á endanum var ég farinn að nota …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spilafíkn á Íslandi

Virkilega sorglegt að horfa upp á fólk í þessum aðstæðum
FréttirSpilafíkn á Íslandi

Virki­lega sorg­legt að horfa upp á fólk í þess­um að­stæð­um

„Þeg­ar fólk kom og bað mig um að stoppa spila­mennsku hjá fjöl­skyldu­með­limi eða vini var fátt sem ég gat gert. Þetta er lög­leg starf­semi og það er ekki hægt að hindra full­orð­ið fólk í því sem það vill gera.“ Þetta seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur á spila­kassastað. Fram­kvæmda­stjóri Ís­lands­spila seg­ir að all­ir starfs­menn fái fræðslu um spilafíkn og spila­vanda.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár