„Spilin taka allt. Allan pening og allan tíma. Öll tækifæri til að gera eitthvað annað. Ég hef barist við aðrar fíknir, en spilafíknin er sú fíkn sem ég hef átt erfiðast með að losna við.“ Þetta segir Georg F. Ísaksson laganemi. Hann barðist við spilafíkn um áratugaskeið en hefur nú ekki spilað í sex ár.
„Ég held að ég hafi verið tíu ára þegar ég fór fyrst í spilakassa, það var í kringum 1980,“ segir Georg. „Það var strax eitthvað þá sem höfðaði mjög sterkt til mín og upp frá því var tónninn gefinn. Þegar ég komst á unglingsár spilaði ég í kössum, stundaði veðmál, spilaði í spilaklúbbum og eiginlega alls staðar þar sem ég gat spilað eða veðjað fyrir peninga. Ég flosnaði ítrekað upp úr framhaldsskólanámi því ég þurfti að eiga fyrir þessu, fór að vinna en launin dugðu ekki til og á endanum var ég farinn að nota …
Athugasemdir