Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan dregur í land með að CBD olía sé lögleg

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir það mis­skiln­ing að efni unn­ið úr kanna­bis­plönt­um sé lög­legt á Ís­landi, þvert á fyrri yf­ir­lýs­ing­ar.

Lögreglan dregur í land með að CBD olía sé lögleg
Kannabis CBD er eitt af virku efnunum í kannabis.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar nú á Lyfjastofnun og Matvælastofnun hvað varðar spurningar um hvort CBD olía, sem unnin er úr plöntum af kannabisætt, sé lögleg á Íslandi. „Án þess að fara í lagalegu flækjuna á bak við þá niðurstöðu þá er svarið já,“ hafði embættið svarað fyrirspurn um slíkt mál, sem Stundin fjallaði um á mánudag.

Í færslu á Facebook síðu sinni í dag dregur hins vegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu úr fyrra svari um að CBD væri löglegt. „Því miður varð sá leiði misskilningur að svarað var á þá leið að svo væri. Réttara hefði verið að vísa í upplýsingar frá Lyfjastofnun og Matvælastofnun en CBD fellur undir eftirlit þessara stofnana eftir því hvort um lyf eða fæðubótaefni sé að ræða.“

Í framhaldinu vísar embættið á upplýsingar um CBD sem má finna á vef Matvælastofnunar. „„Óheimilt er að flytja inn, dreifa eða markaðssetja fæðubótaefni sem innihalda CBD (kannabídíól). CBD er eitt af virku efnunum í kannabis og eru dæmi um að efnið sé notað í læknisfræðilegum tilgangi. Hérlendis er CBD innihaldsefni í lyfi með markaðsleyfi, en fyrir slíkar vörur gilda lyfjalög,“ segir á vef þeirra. Eru CBD olíur, framleiddar sem fæðubótarefni, því bannaðar á grundvelli matvælalaga, en undantekningar er hægt að heimila þegar magn CBD í fæðubótarefni er lágt.

„Í framhaldi af umfjöllun mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoða aftur umrædda vöru og skoða hvort rétt sé að rannsaka málið frekar eða beina því til skoðunar hjá viðeigandi eftirlitsstofnun,“ segir í færslu lögreglunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár