Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan dregur í land með að CBD olía sé lögleg

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir það mis­skiln­ing að efni unn­ið úr kanna­bis­plönt­um sé lög­legt á Ís­landi, þvert á fyrri yf­ir­lýs­ing­ar.

Lögreglan dregur í land með að CBD olía sé lögleg
Kannabis CBD er eitt af virku efnunum í kannabis.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar nú á Lyfjastofnun og Matvælastofnun hvað varðar spurningar um hvort CBD olía, sem unnin er úr plöntum af kannabisætt, sé lögleg á Íslandi. „Án þess að fara í lagalegu flækjuna á bak við þá niðurstöðu þá er svarið já,“ hafði embættið svarað fyrirspurn um slíkt mál, sem Stundin fjallaði um á mánudag.

Í færslu á Facebook síðu sinni í dag dregur hins vegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu úr fyrra svari um að CBD væri löglegt. „Því miður varð sá leiði misskilningur að svarað var á þá leið að svo væri. Réttara hefði verið að vísa í upplýsingar frá Lyfjastofnun og Matvælastofnun en CBD fellur undir eftirlit þessara stofnana eftir því hvort um lyf eða fæðubótaefni sé að ræða.“

Í framhaldinu vísar embættið á upplýsingar um CBD sem má finna á vef Matvælastofnunar. „„Óheimilt er að flytja inn, dreifa eða markaðssetja fæðubótaefni sem innihalda CBD (kannabídíól). CBD er eitt af virku efnunum í kannabis og eru dæmi um að efnið sé notað í læknisfræðilegum tilgangi. Hérlendis er CBD innihaldsefni í lyfi með markaðsleyfi, en fyrir slíkar vörur gilda lyfjalög,“ segir á vef þeirra. Eru CBD olíur, framleiddar sem fæðubótarefni, því bannaðar á grundvelli matvælalaga, en undantekningar er hægt að heimila þegar magn CBD í fæðubótarefni er lágt.

„Í framhaldi af umfjöllun mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoða aftur umrædda vöru og skoða hvort rétt sé að rannsaka málið frekar eða beina því til skoðunar hjá viðeigandi eftirlitsstofnun,“ segir í færslu lögreglunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár