„Stundum segi ég, bæði í gríni og alvöru, að ég hafi fengið kennitöluna mína til baka þegar ég hætti í pólitík. Núna er ég verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Við þjónustum nemendur allra háskóla á landinu, við pöntum inn það námsefni sem verið er að kenna og þessu fylgir heilmikið utanumhald; samskipti við skólana, kennarana og útgefendur. Ég vann áður í Eymundsson og bókabúð Máls og menningar. Þegar ég var í pólitíkinni datt ég svolítið út úr þessum bókaheimi og rak mig oft á að ég vissi ekki hvaða bækur voru að koma út. En núna er ég dottinn aftur á þennan vagn.
Gaman að taka spjallið í vinnunni
Mér finnst þetta skemmtilegt, ég hef alltaf verið bókamaður. Bækur eru gluggi inn í ótrúlegustu hluti, að …
Athugasemdir