Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Borgarstjóri svaraði ekki tilboði Eflingar

Efl­ing vildi stað­fest­ingu á til­boði um hækk­un grunn­launa gegn því að fresta verk­falli í tvo daga. Ekk­ert slíkt svar barst Efl­ingu frá Degi B. Eggerts­syni og verk­fall held­ur því áfram eins og ver­ið hef­ur.

Borgarstjóri svaraði ekki tilboði Eflingar
Fengu engin svör Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir alvöruleysi ríkja af hálfu borgarinnar í kjaradeilunni.

Ekkert svar barst frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við tilboði Eflingar sem lagt var fram í morgun. Í tilboði Eflingar fólst að félagið myndi fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa ef borgarstjóri myndi staðfesta skriflega tilboð sitt sem hann setti fram í Kasltjósi 19. febrúar síðastliðinn, um grunnlaunahækkun Eflingarstarfsmanna. Frestur sem Efling gaf borgarstjóra til að svara tilboðinu rann út nú klukkan fjögur.

Í tilboði Eflingar fólst að samkomulag yrði gert milli borgarinnar og Eflingar um að hækkun grunnlauna á samningstímanum yrði 100 til 110 þúsund krónur og fengju launalægri hópar hærri hækkun en þeir sem ofar stæðu í launastiganum. Samkomulagið innibar ekki niðurstöðu í öðrum málum sem þyrfti svo að semja um í framhaldinu, svo sem ýmsar sér- og álagsgreiðslur. Hefði borgarstjóri samþykkt tilboð Eflingar hefði verkfalli félagsins verið frestað á miðnætti í kvöld og næstu tvo sólarhringa.

„Við fengum ekkert svar, hvorki afsvar né annað svar. Við fengum raunar ekki tilkynningu um móttöku á þessu erindi frá borginni,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Ég held að þetta sýni að það er á ferðinni einhvers konar alvöruleysi af hálfu borgarinnar í vinnubrögðum í þessu máli.“ Ekki hefur verið boðaður fundur í deilunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár