Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Efling býður frestun á verkfalli

Fer fram á að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri stað­festi til­boð um hækk­un grunn­launa í stað­inn. Borg­ar­stjóri hafði ekki skoð­að til­boð­ið klukk­an hálf tólf en það renn­ur út klukk­an fjög­ur.

Efling býður frestun á verkfalli
Vilja staðfestingu Efling býður verkfallshlé gegn staðfestingu á tilboði borgarstjóra.

Efling stéttarfélag hefur sent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra tilboð um að verkfallsaðgerðum félagsins verði frestað í tvo sólarhringa. Til þess að af því megi verða þurfi Dagur hins vegar að staðfesta svokallað „Kastljóstilboð“ sitt skriflega. Slíkt tilboð myndi þýða að grunnlaun allra Eflingarfélaga myndu hækka um á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum.

Með tilboði sínu sendi Efling skjal með samkomulagi til handa Degi, fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í því er tiltekið að borgin og Efling geri með sér samkomulag um að allir félagsmenn Eflingar hækki um 100 til 110 þúsund krónur í grunnlaunum á samningstímanum, þeir sem lægst hafi launin hækki mest og og þeir sem séu í hærri launaflokkum fá minni hækkun. Umrætt samkomulag muni hins vegar ekki snúast um aðrar greiðslur en grunnlaun, til að mynda nái það ekki til sérgreiðslna, uppbóta og álagsgreiðslna.

Ef borgarstjóri staðfestir tilboðið með undirskrift sinni þýðir það að hefja þarf samningaviðræður um önnur atriði. Verkfalli Eflingar yrði frestað frá því á miðnætti aðfararnótt miðvikudags, í kvöld, og til miðnættis á fimmtudag, eða í tvo sólarhringa. Starfsfólk Eflingar kæmi þá aftur til vinnu þessa daga.

Tilboðið var sent Degi klukkan ellefu í morgun og gefinn var frestur til svars til klukkan fjögur í eftirmiðdaginn. Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði í samtali við Stundina klukkan 11:30 að reglulegir fundir stæðu yfir í ráðhúsinu og því væri ekki búið að skoða tilboð Eflingar og því væri ekki hægt að gefa neitt út um afstöðu borgarinnar gagnvart því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár