Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Efling býður frestun á verkfalli

Fer fram á að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri stað­festi til­boð um hækk­un grunn­launa í stað­inn. Borg­ar­stjóri hafði ekki skoð­að til­boð­ið klukk­an hálf tólf en það renn­ur út klukk­an fjög­ur.

Efling býður frestun á verkfalli
Vilja staðfestingu Efling býður verkfallshlé gegn staðfestingu á tilboði borgarstjóra.

Efling stéttarfélag hefur sent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra tilboð um að verkfallsaðgerðum félagsins verði frestað í tvo sólarhringa. Til þess að af því megi verða þurfi Dagur hins vegar að staðfesta svokallað „Kastljóstilboð“ sitt skriflega. Slíkt tilboð myndi þýða að grunnlaun allra Eflingarfélaga myndu hækka um á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum.

Með tilboði sínu sendi Efling skjal með samkomulagi til handa Degi, fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í því er tiltekið að borgin og Efling geri með sér samkomulag um að allir félagsmenn Eflingar hækki um 100 til 110 þúsund krónur í grunnlaunum á samningstímanum, þeir sem lægst hafi launin hækki mest og og þeir sem séu í hærri launaflokkum fá minni hækkun. Umrætt samkomulag muni hins vegar ekki snúast um aðrar greiðslur en grunnlaun, til að mynda nái það ekki til sérgreiðslna, uppbóta og álagsgreiðslna.

Ef borgarstjóri staðfestir tilboðið með undirskrift sinni þýðir það að hefja þarf samningaviðræður um önnur atriði. Verkfalli Eflingar yrði frestað frá því á miðnætti aðfararnótt miðvikudags, í kvöld, og til miðnættis á fimmtudag, eða í tvo sólarhringa. Starfsfólk Eflingar kæmi þá aftur til vinnu þessa daga.

Tilboðið var sent Degi klukkan ellefu í morgun og gefinn var frestur til svars til klukkan fjögur í eftirmiðdaginn. Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði í samtali við Stundina klukkan 11:30 að reglulegir fundir stæðu yfir í ráðhúsinu og því væri ekki búið að skoða tilboð Eflingar og því væri ekki hægt að gefa neitt út um afstöðu borgarinnar gagnvart því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár