Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Efling býður frestun á verkfalli

Fer fram á að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri stað­festi til­boð um hækk­un grunn­launa í stað­inn. Borg­ar­stjóri hafði ekki skoð­að til­boð­ið klukk­an hálf tólf en það renn­ur út klukk­an fjög­ur.

Efling býður frestun á verkfalli
Vilja staðfestingu Efling býður verkfallshlé gegn staðfestingu á tilboði borgarstjóra.

Efling stéttarfélag hefur sent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra tilboð um að verkfallsaðgerðum félagsins verði frestað í tvo sólarhringa. Til þess að af því megi verða þurfi Dagur hins vegar að staðfesta svokallað „Kastljóstilboð“ sitt skriflega. Slíkt tilboð myndi þýða að grunnlaun allra Eflingarfélaga myndu hækka um á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum.

Með tilboði sínu sendi Efling skjal með samkomulagi til handa Degi, fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í því er tiltekið að borgin og Efling geri með sér samkomulag um að allir félagsmenn Eflingar hækki um 100 til 110 þúsund krónur í grunnlaunum á samningstímanum, þeir sem lægst hafi launin hækki mest og og þeir sem séu í hærri launaflokkum fá minni hækkun. Umrætt samkomulag muni hins vegar ekki snúast um aðrar greiðslur en grunnlaun, til að mynda nái það ekki til sérgreiðslna, uppbóta og álagsgreiðslna.

Ef borgarstjóri staðfestir tilboðið með undirskrift sinni þýðir það að hefja þarf samningaviðræður um önnur atriði. Verkfalli Eflingar yrði frestað frá því á miðnætti aðfararnótt miðvikudags, í kvöld, og til miðnættis á fimmtudag, eða í tvo sólarhringa. Starfsfólk Eflingar kæmi þá aftur til vinnu þessa daga.

Tilboðið var sent Degi klukkan ellefu í morgun og gefinn var frestur til svars til klukkan fjögur í eftirmiðdaginn. Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði í samtali við Stundina klukkan 11:30 að reglulegir fundir stæðu yfir í ráðhúsinu og því væri ekki búið að skoða tilboð Eflingar og því væri ekki hægt að gefa neitt út um afstöðu borgarinnar gagnvart því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár