Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Efling býður frestun á verkfalli

Fer fram á að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri stað­festi til­boð um hækk­un grunn­launa í stað­inn. Borg­ar­stjóri hafði ekki skoð­að til­boð­ið klukk­an hálf tólf en það renn­ur út klukk­an fjög­ur.

Efling býður frestun á verkfalli
Vilja staðfestingu Efling býður verkfallshlé gegn staðfestingu á tilboði borgarstjóra.

Efling stéttarfélag hefur sent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra tilboð um að verkfallsaðgerðum félagsins verði frestað í tvo sólarhringa. Til þess að af því megi verða þurfi Dagur hins vegar að staðfesta svokallað „Kastljóstilboð“ sitt skriflega. Slíkt tilboð myndi þýða að grunnlaun allra Eflingarfélaga myndu hækka um á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum.

Með tilboði sínu sendi Efling skjal með samkomulagi til handa Degi, fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í því er tiltekið að borgin og Efling geri með sér samkomulag um að allir félagsmenn Eflingar hækki um 100 til 110 þúsund krónur í grunnlaunum á samningstímanum, þeir sem lægst hafi launin hækki mest og og þeir sem séu í hærri launaflokkum fá minni hækkun. Umrætt samkomulag muni hins vegar ekki snúast um aðrar greiðslur en grunnlaun, til að mynda nái það ekki til sérgreiðslna, uppbóta og álagsgreiðslna.

Ef borgarstjóri staðfestir tilboðið með undirskrift sinni þýðir það að hefja þarf samningaviðræður um önnur atriði. Verkfalli Eflingar yrði frestað frá því á miðnætti aðfararnótt miðvikudags, í kvöld, og til miðnættis á fimmtudag, eða í tvo sólarhringa. Starfsfólk Eflingar kæmi þá aftur til vinnu þessa daga.

Tilboðið var sent Degi klukkan ellefu í morgun og gefinn var frestur til svars til klukkan fjögur í eftirmiðdaginn. Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði í samtali við Stundina klukkan 11:30 að reglulegir fundir stæðu yfir í ráðhúsinu og því væri ekki búið að skoða tilboð Eflingar og því væri ekki hægt að gefa neitt út um afstöðu borgarinnar gagnvart því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár