Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Birkir Jón segist ekki íhuga afsögn eftir svarta skýrslu um Sorpu

Birk­ir Jón Jóns­son, stjórn­ar­formað­ur Sorpu, hyggst ekki segja af sér þrátt fyr­ir svarta skýrslu um stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Birk­ir sat áð­ur áfram sem formað­ur fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is þrátt fyr­ir að hafa vit­að af svartri skýrslu um starf­semi Byrg­is­ins sem fékk hundruð millj­óna í hans tíð.

Birkir Jón segist ekki íhuga afsögn eftir svarta skýrslu um Sorpu
Birkir Jón Jónsson Stjórnarformaður Sorpu segir það á ábyrgð eigenda fyrirtækisins að gera breytingar á stjórninni. Mynd: Framsóknarflokkurinn

Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu og formaður bæjarráðs í Kópavogi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér í kjölfar þess að fjármál fyrirtækisins voru vanáætluð um 1,4 milljarða króna og svört skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var birt með gagnrýni á eftirlitshlutverk stjórnarinnar og skipun hennar.

Í ljós kom í fyrra að 1400 milljónir króna vantaði inn í áætlanir byggðasamlagsins Sorpu, þar sem kostnaður við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi var tæpum 640 milljónum meiri en áætlað var og 719 milljóna króna kostnaður við tækjakaup í Gufunesi gleymdist í áætlunum. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skilaði svartri skýrslu um málið í desember. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, var látinn fara í kjölfarið, en hann vísar allri ábyrgð á stjórn fyrirtækisins.

Í skýrslunni er upplýsingagjöf framkvæmdastjórans harðlega gagnrýnd, en einnig fundið að stjórn Sorpu. Stjórnin er skipuð fulltrúum sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, sem allir sitja í sveitarstjórnum, og fara þeir með atkvæðavægi í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár