Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu og formaður bæjarráðs í Kópavogi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér í kjölfar þess að fjármál fyrirtækisins voru vanáætluð um 1,4 milljarða króna og svört skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var birt með gagnrýni á eftirlitshlutverk stjórnarinnar og skipun hennar.
Í ljós kom í fyrra að 1400 milljónir króna vantaði inn í áætlanir byggðasamlagsins Sorpu, þar sem kostnaður við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi var tæpum 640 milljónum meiri en áætlað var og 719 milljóna króna kostnaður við tækjakaup í Gufunesi gleymdist í áætlunum. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skilaði svartri skýrslu um málið í desember. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, var látinn fara í kjölfarið, en hann vísar allri ábyrgð á stjórn fyrirtækisins.
Í skýrslunni er upplýsingagjöf framkvæmdastjórans harðlega gagnrýnd, en einnig fundið að stjórn Sorpu. Stjórnin er skipuð fulltrúum sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, sem allir sitja í sveitarstjórnum, og fara þeir með atkvæðavægi í …
Athugasemdir