Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta mót­mæla fyr­ir­hug­aðri hækk­un skrán­ing­ar­gjalda í Há­skóla Ís­lands og segja hana lík­lega til að ná til bæði op­in­berra og einka­rek­inna há­skóla á land­inu.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka
Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands hefur verið falið að endurskoða skrásetningargjald.

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) leggjast eindregið gegn hugmyndum um hærra skrásetningargjald í opinbera háskóla enda muni það koma til með að skerða aðgengi stúdenta á landsvísu að háskólamenntun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag.

Til skoðunar er að hækka skrásetningargjald í Háskóla Íslands um 39 prósent, úr 75 þúsund krónum í 104 þúsund. „Það eru til að mynda hærri gjöld en stúdentar greiða í suma einkarekna háskóla í Noregi og mun hærri skrásetningargjöld en tíðkast á Norðurlöndunum öllum,“ segir í yfirlýsingu LÍS. „LÍS taka undir yfirlýsingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) um málið þar sem fram kemur að hækkun skólagjalda verði til þess að hækka þá þröskulda sem standa í vegi fyrir þeim sem vilja stunda nám á háskólastigi. Undirstaða jafnréttis er aðgengi og myndi hækkun gjalda skerða aðgengi stúdenta að opinberum háskóla til muna. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga skrásetningargjöld ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta.“

Samtökin telja að hækkunin muni ekki aðeins koma niður á nemendum við Háskóla Íslands. „Opinberir háskólar hafa til þessa haldist í hendur hvað varðar skrásetningargjöld en þau eru nú 75.000 krónur í öllum fjórum opinberu háskólum landsins. Því má ætla að gjöldin í hinum þremur skólunum muni hækka í takt við hækkun skólagjalda í HÍ ef til hennar kemur.“

Þá benda samtökin einnig á að stúdentar í einkareknum háskólum fái ekki skólagjaldalán fyrir þeirri fjárhæð sem opinberum háskólum er heimilt að innheimta fyrir skrásetningu. „Stúdentar í einkareknum háskólum hafa því frá árinu 2014 þurft að leggja út 75.000 krónur af sínum skólagjöldum til þess að geta stundað nám. Ef framkvæmd stjórnar LÍN við gerð úthlutunarreglna breytist ekki munu stúdentar í einkareknum háskólum því að öllum líkindum þurfa að leggja sjálfir út fyrir þessum 104.000 krónum, og síðar 107.000 krónum, í stað þeirra 75.000 króna sem þeir þurfa nú að greiða af skólagjöldum. Sú fjárhæð hefur nú þegar verið gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta sem margir hverjir hafa einungis tök á að vinna yfir sumartímann og leggjast aðrir í mikla vinnu samhliða skóla og hafa þannig ekki færi á að sinna náminu sínu sem skyldi.“

LÍS segja að vilji til að hækka skrásetningargjald kunni að vera tilkominn vegna undirfjármögnunar háskólakerfisins. „Að mati LÍS er ekki rétt að seilast í vasa stúdenta til þess að bæta fjárhagsstöðu háskólanna. Til þess að bæta hana þarf einfaldlega hærri fjárframlög frá ríkinu og biðla LÍS til stjórnvalda um að bæta ríflega í fjárframlög til háskólastigsins og láta vasa stúdenta í friði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár