Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta mót­mæla fyr­ir­hug­aðri hækk­un skrán­ing­ar­gjalda í Há­skóla Ís­lands og segja hana lík­lega til að ná til bæði op­in­berra og einka­rek­inna há­skóla á land­inu.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka
Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands hefur verið falið að endurskoða skrásetningargjald.

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) leggjast eindregið gegn hugmyndum um hærra skrásetningargjald í opinbera háskóla enda muni það koma til með að skerða aðgengi stúdenta á landsvísu að háskólamenntun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag.

Til skoðunar er að hækka skrásetningargjald í Háskóla Íslands um 39 prósent, úr 75 þúsund krónum í 104 þúsund. „Það eru til að mynda hærri gjöld en stúdentar greiða í suma einkarekna háskóla í Noregi og mun hærri skrásetningargjöld en tíðkast á Norðurlöndunum öllum,“ segir í yfirlýsingu LÍS. „LÍS taka undir yfirlýsingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) um málið þar sem fram kemur að hækkun skólagjalda verði til þess að hækka þá þröskulda sem standa í vegi fyrir þeim sem vilja stunda nám á háskólastigi. Undirstaða jafnréttis er aðgengi og myndi hækkun gjalda skerða aðgengi stúdenta að opinberum háskóla til muna. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga skrásetningargjöld ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta.“

Samtökin telja að hækkunin muni ekki aðeins koma niður á nemendum við Háskóla Íslands. „Opinberir háskólar hafa til þessa haldist í hendur hvað varðar skrásetningargjöld en þau eru nú 75.000 krónur í öllum fjórum opinberu háskólum landsins. Því má ætla að gjöldin í hinum þremur skólunum muni hækka í takt við hækkun skólagjalda í HÍ ef til hennar kemur.“

Þá benda samtökin einnig á að stúdentar í einkareknum háskólum fái ekki skólagjaldalán fyrir þeirri fjárhæð sem opinberum háskólum er heimilt að innheimta fyrir skrásetningu. „Stúdentar í einkareknum háskólum hafa því frá árinu 2014 þurft að leggja út 75.000 krónur af sínum skólagjöldum til þess að geta stundað nám. Ef framkvæmd stjórnar LÍN við gerð úthlutunarreglna breytist ekki munu stúdentar í einkareknum háskólum því að öllum líkindum þurfa að leggja sjálfir út fyrir þessum 104.000 krónum, og síðar 107.000 krónum, í stað þeirra 75.000 króna sem þeir þurfa nú að greiða af skólagjöldum. Sú fjárhæð hefur nú þegar verið gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta sem margir hverjir hafa einungis tök á að vinna yfir sumartímann og leggjast aðrir í mikla vinnu samhliða skóla og hafa þannig ekki færi á að sinna náminu sínu sem skyldi.“

LÍS segja að vilji til að hækka skrásetningargjald kunni að vera tilkominn vegna undirfjármögnunar háskólakerfisins. „Að mati LÍS er ekki rétt að seilast í vasa stúdenta til þess að bæta fjárhagsstöðu háskólanna. Til þess að bæta hana þarf einfaldlega hærri fjárframlög frá ríkinu og biðla LÍS til stjórnvalda um að bæta ríflega í fjárframlög til háskólastigsins og láta vasa stúdenta í friði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu