Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta mót­mæla fyr­ir­hug­aðri hækk­un skrán­ing­ar­gjalda í Há­skóla Ís­lands og segja hana lík­lega til að ná til bæði op­in­berra og einka­rek­inna há­skóla á land­inu.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka
Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands hefur verið falið að endurskoða skrásetningargjald.

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) leggjast eindregið gegn hugmyndum um hærra skrásetningargjald í opinbera háskóla enda muni það koma til með að skerða aðgengi stúdenta á landsvísu að háskólamenntun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag.

Til skoðunar er að hækka skrásetningargjald í Háskóla Íslands um 39 prósent, úr 75 þúsund krónum í 104 þúsund. „Það eru til að mynda hærri gjöld en stúdentar greiða í suma einkarekna háskóla í Noregi og mun hærri skrásetningargjöld en tíðkast á Norðurlöndunum öllum,“ segir í yfirlýsingu LÍS. „LÍS taka undir yfirlýsingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) um málið þar sem fram kemur að hækkun skólagjalda verði til þess að hækka þá þröskulda sem standa í vegi fyrir þeim sem vilja stunda nám á háskólastigi. Undirstaða jafnréttis er aðgengi og myndi hækkun gjalda skerða aðgengi stúdenta að opinberum háskóla til muna. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga skrásetningargjöld ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta.“

Samtökin telja að hækkunin muni ekki aðeins koma niður á nemendum við Háskóla Íslands. „Opinberir háskólar hafa til þessa haldist í hendur hvað varðar skrásetningargjöld en þau eru nú 75.000 krónur í öllum fjórum opinberu háskólum landsins. Því má ætla að gjöldin í hinum þremur skólunum muni hækka í takt við hækkun skólagjalda í HÍ ef til hennar kemur.“

Þá benda samtökin einnig á að stúdentar í einkareknum háskólum fái ekki skólagjaldalán fyrir þeirri fjárhæð sem opinberum háskólum er heimilt að innheimta fyrir skrásetningu. „Stúdentar í einkareknum háskólum hafa því frá árinu 2014 þurft að leggja út 75.000 krónur af sínum skólagjöldum til þess að geta stundað nám. Ef framkvæmd stjórnar LÍN við gerð úthlutunarreglna breytist ekki munu stúdentar í einkareknum háskólum því að öllum líkindum þurfa að leggja sjálfir út fyrir þessum 104.000 krónum, og síðar 107.000 krónum, í stað þeirra 75.000 króna sem þeir þurfa nú að greiða af skólagjöldum. Sú fjárhæð hefur nú þegar verið gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta sem margir hverjir hafa einungis tök á að vinna yfir sumartímann og leggjast aðrir í mikla vinnu samhliða skóla og hafa þannig ekki færi á að sinna náminu sínu sem skyldi.“

LÍS segja að vilji til að hækka skrásetningargjald kunni að vera tilkominn vegna undirfjármögnunar háskólakerfisins. „Að mati LÍS er ekki rétt að seilast í vasa stúdenta til þess að bæta fjárhagsstöðu háskólanna. Til þess að bæta hana þarf einfaldlega hærri fjárframlög frá ríkinu og biðla LÍS til stjórnvalda um að bæta ríflega í fjárframlög til háskólastigsins og láta vasa stúdenta í friði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
4
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár