Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Nítj­án ára þýsk stúlka sem af­neit­ar lofts­lags­breyt­ing­um og seg­ist vera lofts­lags-realisti hef­ur ver­ið ráð­in af hug­veitu sem fjár­mögn­uð er af stór­fyr­ir­tækj­um.

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Bandaríska hugveitan The Heartland Institute, sem hefur lengi dreift boðskap um afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum þvert gegn vísindalegum ráðleggingum, hefur ráðið til sín nítján ára, þýska stúlku sem andsvar við viðvörunum sænsku unglingsstúlkunnar Grétu Thunberg um afleiðingar hamfarahlýnunar. Stúlkan, Naomi Seibt, hefur verið kölluð „And-Gréta“ í fjölmiðlum, vegna þess.

Naomi Seibt segir að áhyggjur af loftslagsbreytingum „haldi okkur í gíslingu í okkar eigin heila“. Þá gengur hún út frá því að andstaða við efasemdir um loftslagsbreytingar jafngildi hömlum á tjáningarfrelsinu. Hún hefur verið fengin til þess að halda ræðu á ráðstefnu bandaríska Repúblikanaflokksins í Washington í næstu viku.

Í myndböndum sem birt eru á Youtube talar Naomi Seibt fyrir efasemdum um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu alvarlegt vandamál, á launum frá The Heartland Institute. „Við hjá Heartland Institute viljum dreifa sannleikanum um vísindin á bakvið loftslags-realisma,“ útskýrir hún í einu myndbandanna.

And-GrétaMyndbandið er kostað af stofnun sem hefur markvisst sáð efasemdum um loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem vísindamenn eru þó í yfirgnæfandi mæli sammála um að eigi sér stað.

Í umfjöllun Washington Post er greint frá því að Heartland Institute sé í eins konar bandalagi með ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stofnunin hefur meðal annars áður liðsinnt tóbaksfyrirtækjum í almannatengslaherferð til að draga úr trú á skaðsemi reykinga. Almennt veitir stofnunin hagsmunum stórfyrirtækja virkan stuðning og nýtur fjárhagslegs stuðnings frá þeim.

Þýska rannsóknarblaðamennskuteymið Correctiv sýndi meðal annars nýlega fram á að Heartland Institute þáði boð um hálfa milljón evra og vann í kjölfarið greiningu sem nota átti gegn löggjöf um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda í Þýskalandi. Umfjöllun Correctiv má sjá hér

Heartland Institute birtir nú hvert myndbandið á fætur öðru á Youtube þar sem Naomi Seibt gerir lítið úr loftslagsbreytingum og reynir að sefa áhyggjur með þeim orðum að vísindin séu hennar megin. 

Greta Thunberg hefur meðal annars haldið ræðu á leiðtogaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, þar sem hún spurði: „Hvernig dirfist þið?“

Ræða Gretu Thunberg„Skilaboð mín eru að við munum fylgjast með ykkur,“ sagði Greta Thunberg í ræðu sinni í september síðastliðnum.

Um 97% vísindamanna á sviði loftslagsbreytinga eru sammála því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum, með þeim hætti að aukinn útblástur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda valdi því að meiri varmi frá sólinni sitji eftir í andrúmsloftinu en áður en stórfelld losun þeirra hófst með iðnvæðingu.

Heartland Institute hefur hins vegar sent frá sér villandi eða afvegaleiðandi upplýsingar til blaðamanna, sent bækur til kennara og birt myndbönd þess efnis að koltvísýringur sé ekki mengunarvaldur. Tilgangurinn er að sá efasemdum um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir gegn þeim.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár