Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Nítj­án ára þýsk stúlka sem af­neit­ar lofts­lags­breyt­ing­um og seg­ist vera lofts­lags-realisti hef­ur ver­ið ráð­in af hug­veitu sem fjár­mögn­uð er af stór­fyr­ir­tækj­um.

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Bandaríska hugveitan The Heartland Institute, sem hefur lengi dreift boðskap um afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum þvert gegn vísindalegum ráðleggingum, hefur ráðið til sín nítján ára, þýska stúlku sem andsvar við viðvörunum sænsku unglingsstúlkunnar Grétu Thunberg um afleiðingar hamfarahlýnunar. Stúlkan, Naomi Seibt, hefur verið kölluð „And-Gréta“ í fjölmiðlum, vegna þess.

Naomi Seibt segir að áhyggjur af loftslagsbreytingum „haldi okkur í gíslingu í okkar eigin heila“. Þá gengur hún út frá því að andstaða við efasemdir um loftslagsbreytingar jafngildi hömlum á tjáningarfrelsinu. Hún hefur verið fengin til þess að halda ræðu á ráðstefnu bandaríska Repúblikanaflokksins í Washington í næstu viku.

Í myndböndum sem birt eru á Youtube talar Naomi Seibt fyrir efasemdum um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu alvarlegt vandamál, á launum frá The Heartland Institute. „Við hjá Heartland Institute viljum dreifa sannleikanum um vísindin á bakvið loftslags-realisma,“ útskýrir hún í einu myndbandanna.

And-GrétaMyndbandið er kostað af stofnun sem hefur markvisst sáð efasemdum um loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem vísindamenn eru þó í yfirgnæfandi mæli sammála um að eigi sér stað.

Í umfjöllun Washington Post er greint frá því að Heartland Institute sé í eins konar bandalagi með ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stofnunin hefur meðal annars áður liðsinnt tóbaksfyrirtækjum í almannatengslaherferð til að draga úr trú á skaðsemi reykinga. Almennt veitir stofnunin hagsmunum stórfyrirtækja virkan stuðning og nýtur fjárhagslegs stuðnings frá þeim.

Þýska rannsóknarblaðamennskuteymið Correctiv sýndi meðal annars nýlega fram á að Heartland Institute þáði boð um hálfa milljón evra og vann í kjölfarið greiningu sem nota átti gegn löggjöf um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda í Þýskalandi. Umfjöllun Correctiv má sjá hér

Heartland Institute birtir nú hvert myndbandið á fætur öðru á Youtube þar sem Naomi Seibt gerir lítið úr loftslagsbreytingum og reynir að sefa áhyggjur með þeim orðum að vísindin séu hennar megin. 

Greta Thunberg hefur meðal annars haldið ræðu á leiðtogaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, þar sem hún spurði: „Hvernig dirfist þið?“

Ræða Gretu Thunberg„Skilaboð mín eru að við munum fylgjast með ykkur,“ sagði Greta Thunberg í ræðu sinni í september síðastliðnum.

Um 97% vísindamanna á sviði loftslagsbreytinga eru sammála því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum, með þeim hætti að aukinn útblástur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda valdi því að meiri varmi frá sólinni sitji eftir í andrúmsloftinu en áður en stórfelld losun þeirra hófst með iðnvæðingu.

Heartland Institute hefur hins vegar sent frá sér villandi eða afvegaleiðandi upplýsingar til blaðamanna, sent bækur til kennara og birt myndbönd þess efnis að koltvísýringur sé ekki mengunarvaldur. Tilgangurinn er að sá efasemdum um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir gegn þeim.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár