Guðbjörg María Jósepsdóttir hefur unnið á leikskólanum Gullborg í sjö ár sem leiðbeinandi. Hún fær útborgaðar 282 þúsund krónur á mánuði og segist helst geta nálgast eðlilegt líf mánuðina sem hún fær barnabætur. „Þú getur til dæmis gleymt því að fara til útlanda á mínum tekjum,“ segir hún.
Guðbjörg segist vera heppin því hún eigi gott bakland. „Mamma mín á íbúð hér í bænum sem ég get leigt á tiltölulega lágu verði og þess vegna get ég verið hérna. Ef ég hefði það ekki byggi ég líklega bara úti á landi í herbergi hjá pabba mínum. Ég er einstæð móðir með barnið alfarið á minni framfærslu þannig að það gefur augaleið að þetta gengi ekki annars. Þrátt fyrir að ég sé bara að borga 60 þúsund krónur í leigu þá er staðan bara mjög erfið. Það sem eftir er af …
Athugasemdir