Sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ekki miklar skoðanir eða áhyggjur af notkun á sérstökum sláturbátum í laxeldi á Íslandi. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum í gegnum upplýsingafulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins. Notkun á sláturbátum hefur vakið miklar umræður í laxeldi í Noregi, sem sjávarútvegsráðherra landsins, Harald T. Nesvik, hefur meðal annars verið virkur þátttakandi í.
Í fyrsta skipti í sögu íslensks laxeldis er slíkur sláturbátur, The Norwegian Gannet, staddur hér á landi til að slátra eldislaxi upp úr sjókvíum eins og Stundin hefur greint frá. The Norwegian Gannet er nú notaður í fáheyrðum aðstæðum til að slátra eldislaxi upp úr sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði þar sem slæmt veður liðnar vikur hefur valdið því að á milli 600 og 1.000 tonn af eldislaxi hafa drepist í eldiskvíum fyrirtækisins. Eigandi The Norwegian Gannet er fyrirtækið Hav Line.
Síðasta staðfesta talan …
Athugasemdir