Oddný Ófeigsdóttir er starfsmaður á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hún vinnur við umönnun í Seljahlíð, hjúkrunarheimili og þjónustukjarna fyrir aldraða, á vöktum allan sólarhringinn. Vakt er allan sólarhringinn og því gengur starfsfólk vaktir, alla daga ársins. „Það lokar aldrei, hvort sem það er mánudagur í febrúar eða aðfangasdagskvöld.“ Oddný fær ekki að vinna meira en 84 prósent vinnu og fyrir það fær hún í grunnlaun 294 þúsund krónur á mánuði.
Oddný byrjaði í sumarvinnu í Seljahlíð árið 2005, vann svo í hlutastarfi með námi en hefur undanfarin mörg ár unnið í því sem kallað er full vinna. „Það er hins vegar ekki nema 84 prósent vinna í mínu tilviki. Tilfellið er að enginn starfsmaður hér vinnur meira en 90 prósent og langflestir starfsmenn vinna um 80 prósent vinnu.“ Ástæðan er sú að vegna þess að um vaktavinnu er að ræða þá sé talið að það væri of slítandi að vinna fullt …
Athugasemdir