Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Odd­ný Ófeigs­dótt­ir er 36 ára göm­ul, vinn­ur við umönn­un hjá Reykja­vík­ur­borg og býr hjá móð­ur sinni sem hún deil­ir kostn­aði með. Hún seg­ir að skjól­stæð­ing­ar henn­ar þoli ekki skerta þjón­ustu um lengri tíma og undr­ast sinnu­leysi borg­ar­inn­ar í kjara­deil­unni sem nú stend­ur.

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
Deilir kostnaði með móður sinni Oddný segir að hún geti lifað af laununum sínum vegna þess að hún búi með móður sinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Oddný Ófeigsdóttir er starfsmaður á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hún vinnur við umönnun í Seljahlíð, hjúkrunarheimili og þjónustukjarna fyrir aldraða, á vöktum allan sólarhringinn. Vakt er allan sólarhringinn og því gengur starfsfólk vaktir, alla daga ársins. „Það lokar aldrei, hvort sem það er mánudagur í febrúar eða aðfangasdagskvöld.“ Oddný fær ekki að vinna meira en 84 prósent vinnu og fyrir það fær hún í grunnlaun 294 þúsund krónur á mánuði.

Oddný byrjaði í sumarvinnu í Seljahlíð árið 2005, vann svo í hlutastarfi með námi en hefur undanfarin mörg ár unnið í því sem kallað er full vinna. „Það er hins vegar ekki nema 84 prósent vinna í mínu tilviki. Tilfellið er að enginn starfsmaður hér vinnur meira en 90 prósent og langflestir starfsmenn vinna um 80 prósent vinnu.“ Ástæðan er sú að vegna þess að um vaktavinnu er að ræða þá sé talið að það væri of slítandi að vinna fullt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár