Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir að Landspítali myndi lamast

Fram­kvæmda­stjóri Sjúkra­liða­fé­lags Ís­lands seg­ir næsta víst að verk­falls­boð­un fé­lags­ins verði sam­þykkt í at­kvæða­greiðslu sem nú stend­ur yf­ir. Samn­ing­ar hafa ver­ið laus­ir í tæpa 10 mán­uði og fólk er orð­ið „pirr­að“.

Segir að Landspítali myndi lamast
Á Landspítala Sjúkraliðar sem starfa hjá ríki og Akureyrarbæ kjósa nú um verkfallsboðun og það sama gera 17 aðildarfélög BSRB. Verði af verkfalli þessara félaga myndi það hafa veruleg áhrif á starfsemi Landspítala. Mynd: Heiða Helgadóttir

Næsta víst er að félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands muni samþykkja verkfallsboðun. Þetta segir Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins, en kosning um boðun verkfalls stendur nú yfir. Hún hófst í gær og lýkur á morgun og þátttaka er komin yfir það lágmarksviðmið sem þarf til að hún teljist gild. Samningar hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og fólk er orðið „pirrað“, að sögn Gunnars.

Kosið er um verkfallsaðgerðir hjá þeim sjúkraliðum sem starfa hjá ríkinu og Akureyrarbæ. Kosningaþáttaka er nú komin yfir 55% hjá þeim sem starfa hjá ríkinu og yfir 58% hjá sjúkraliðum hjá Akureyrarbæ og Gunnar segir að góð þátttaka komi sér ekki á óvart því hann hafi merkt mikla ólgu og vilja til aðgerða hjá félagsmönnum. Kosning um verkfall hjá aðildarfélögum BSRB stendur einnig yfir og Gunnar segir að fari svo að verkfallsaðgerðir verði samþykktar hjá báðum félögum sé líklegt að starfsemi Landspítalans lamist, en hluti starfsfólks á Landspítalanum er í aðildarfélögum BSRB. 

Ekki bundin af Lífskjarasamningnum

Spurður í hverju kröfur sjúkraliða felist segir Gunnar að krafist verði 120 þúsund króna launahækkunnar á mánuði. Þá snúist kröfurnar meðal annars um styttingu vinnuvikunnar. „Að dagvinnufólk vinni 36 tíma á viku og ákveðinn hluti vaktavinnufólks fari niður í 32 tíma,“ segir hann. „Árið 2015 gáfum við frá okkur tiltekin lífeyrisréttindi á grundvelli þess að laun yrðu jöfnuð á milli almenna markaðarins og hins opinbera. Það hefur enn ekki verið gert. Síðan var sett svokölluð launaskriðstrygging - við höfum enn ekki séð hana. Og við teljum okkur ekki á neinn hátt bundin af Lífskjarasamningnum, enda áttum við enga aðkomu að gerð hans.“

Frá BSRB fengust þær upplýsingar að atkvæðagreiðsla færi vel af stað. Að henni standa 17 aðildarfélög, ýmist er kosið rafrænt eða skriflega og heildartölur um þátttöku liggja fyrir á fimmtudaginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár