Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir að Landspítali myndi lamast

Fram­kvæmda­stjóri Sjúkra­liða­fé­lags Ís­lands seg­ir næsta víst að verk­falls­boð­un fé­lags­ins verði sam­þykkt í at­kvæða­greiðslu sem nú stend­ur yf­ir. Samn­ing­ar hafa ver­ið laus­ir í tæpa 10 mán­uði og fólk er orð­ið „pirr­að“.

Segir að Landspítali myndi lamast
Á Landspítala Sjúkraliðar sem starfa hjá ríki og Akureyrarbæ kjósa nú um verkfallsboðun og það sama gera 17 aðildarfélög BSRB. Verði af verkfalli þessara félaga myndi það hafa veruleg áhrif á starfsemi Landspítala. Mynd: Heiða Helgadóttir

Næsta víst er að félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands muni samþykkja verkfallsboðun. Þetta segir Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins, en kosning um boðun verkfalls stendur nú yfir. Hún hófst í gær og lýkur á morgun og þátttaka er komin yfir það lágmarksviðmið sem þarf til að hún teljist gild. Samningar hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og fólk er orðið „pirrað“, að sögn Gunnars.

Kosið er um verkfallsaðgerðir hjá þeim sjúkraliðum sem starfa hjá ríkinu og Akureyrarbæ. Kosningaþáttaka er nú komin yfir 55% hjá þeim sem starfa hjá ríkinu og yfir 58% hjá sjúkraliðum hjá Akureyrarbæ og Gunnar segir að góð þátttaka komi sér ekki á óvart því hann hafi merkt mikla ólgu og vilja til aðgerða hjá félagsmönnum. Kosning um verkfall hjá aðildarfélögum BSRB stendur einnig yfir og Gunnar segir að fari svo að verkfallsaðgerðir verði samþykktar hjá báðum félögum sé líklegt að starfsemi Landspítalans lamist, en hluti starfsfólks á Landspítalanum er í aðildarfélögum BSRB. 

Ekki bundin af Lífskjarasamningnum

Spurður í hverju kröfur sjúkraliða felist segir Gunnar að krafist verði 120 þúsund króna launahækkunnar á mánuði. Þá snúist kröfurnar meðal annars um styttingu vinnuvikunnar. „Að dagvinnufólk vinni 36 tíma á viku og ákveðinn hluti vaktavinnufólks fari niður í 32 tíma,“ segir hann. „Árið 2015 gáfum við frá okkur tiltekin lífeyrisréttindi á grundvelli þess að laun yrðu jöfnuð á milli almenna markaðarins og hins opinbera. Það hefur enn ekki verið gert. Síðan var sett svokölluð launaskriðstrygging - við höfum enn ekki séð hana. Og við teljum okkur ekki á neinn hátt bundin af Lífskjarasamningnum, enda áttum við enga aðkomu að gerð hans.“

Frá BSRB fengust þær upplýsingar að atkvæðagreiðsla færi vel af stað. Að henni standa 17 aðildarfélög, ýmist er kosið rafrænt eða skriflega og heildartölur um þátttöku liggja fyrir á fimmtudaginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Erla Hlynsdóttir
6
Leiðari

Erla Hlynsdóttir

Venju­leg­ir karl­menn

Menn­irn­ir sem nauðg­uðu Gisèle Pelicot voru ósköp venju­leg­ir menn; hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, bak­ari, ná­granni henn­ar. Nauðg­ar­arn­ir eru á aldr­in­um 26 til 74 ára og marg­ir þeirra sögð­ust alls ekki vera nein­ir nauðg­ar­ar. Eig­in­mað­ur henn­ar bauð þess­um mönn­um heim til þeirra til að nauðga henni, nokk­uð sem virð­ist fjar­stæðu­kennt. Engu að síð­ur hafa marg­ar kon­ur hugs­að: Þetta gæti kom­ið fyr­ir mig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár