Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Sam­herji seg­ir að um­fjöll­un RÚV um mútu­greiðsl­ur í Namib­íu séu „refsi­verð­ar“ og geti haft í för með sér fang­elsis­vist fyr­ir ótil­greind­an hóp. All­ir með­lim­ir í stjórn Rík­is­út­varps­ins fengu boð­sent á heim­ili sitt lög­fræði­bréf­ið frá Sam­herja.

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
Þorsteinn Már Baldvinsson Fráfarandi forstjóri Samherja. Mynd: Morgunblaðið/Kristinn

Tólf manns hafa fengið boðsent lögfræðibréf frá útgerðarfélaginu Samherja, þar sem boðað er að forsvarsmenn og starfsmenn Ríkisútvarpsins geti átt yfir höfði sér fangelsisvist allt að tveimur árum.

Samherji krefst þess í bréfinu að stjórn Ríkisútvarpsins, sem er pólitískt skipuð af Alþingi, grípi inn í fréttaflutning fréttastofu RÚV sem tengist mútumáli Samherja í Namibíu. „Þess er vænst að bréf þetta verði tekið fyrir í stjórn Ríkisútvarpsins án tafar og háttsemi af því tagi sem hér er lýst haldi ekki ótalin áfram.“

Samherji birtir bréfið á heimasíðu sinni, ásamt heimilisföngum stjórnarmanna.

Uppfært: Rúv hefur í kjölfarið beðið Samherja velvirðingar og dregið fréttina til baka.

Fréttamaður vísaði til fyrri umfjöllunar

Í bréfinu er vísað til fréttar Ríkisútvarpsins í tíufréttatíma síðasta fimmtudag, þar sem vísað er til umfjöllunar um mútugreiðslur Samherja, sem bæði Ríkistúvarpið, Stundin, The Namibian og Al Jazeera hafa fjallað um frá því í nóvember á síðasta ári. Í fréttinni er rætt við Susanna Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um mikilvægi þess að veita því eftirlit að þróunaraðstoð leiði ekki til spillingar.

Höfð er eftir Hallgrími Indriðasyni fréttamanni í bréfinu setning þar sem hann vísar til fyrri umfjallana. „Tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum, eins og fjallað var um í Kveik í vetur, heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ 

Stundin hefur, ásamt samstarfsaðilum, fjallað um fyrirtækjanet Samherja á aflandssvæðum og sýnt fram á hvernig hundruð milljóna voru færðir af reikningum Samherja inn á einkareikninga einstaklinga í stjórnkerfi Namibíu, sem taka ákvarðanir fyrir hönd namibíska ríkisins um kvótaúthlutun. 

Alls hafa tíu manns verið handteknir eða ákærðir í Namibíu vegna málsins, meðal annars Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishcor, Mike Nghipunya, handtekinn fyrr í dag vegna málsins.

Héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar hér á landi.

Vísað til fangelsisvistar

Fram kemur í lögfræðibréfinu það mat lögfræðings Samherja að um sé að ræða brot á siðareglum Ríkisúvarpsins hjá fréttamanni Rúv.

„Hún er ekki studd neinum rökum“

„Þó þessi brot á siðareglunum séu alvarleg er enn alvarlegra að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarsins [sic] um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum. Samherji hefur hvorki verkið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis. Báðar eru fullyrðingarnar fyrirvaralausar og fela í sér refsiverðar og bótaskyldar aðdróttanir, sbr. 235. og 236 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn þessum lagaákvæðum varða fangelsi allt að tveimur árum. Refsingarnar geta bæði þeir sem hafa aðdróttanir í frammi átt yfir höfði sér en einnig þeir sem þær birta eða bera út opinberlega og m.a. þess vegna er erindi þessu beint að stjórn Ríkisútvarpsins.“

Þá segir í bréfinu að „framganga af þessu tagi“ geti valdið tjóni sem er  bótaskylt „og fjárhæðir ráðist af þeim viðskiptahagsmunum og orðspori sem er undir“.

Samherji krefst þess að Ríkisútvarpið „birti án tafar leiðréttingu“ og „biðjist undandráttarlaust afsökunar“. Þá segir að Samherji „áskilur sér auk þess rétt til að höfða mál vegna þessara ummæla og annarra“.

Sent heim til stjórnarmanna

Bréf Samherja er undirritað af lögmanninum Magnúsi Óskarssyni, sonar fyrrverandi stjórnarmanns í Samherja, sem skrifaði opið bréf í Morgunblaðið á dögunum þar sem kvartað var undan umfjöllunum Rúv af hneykslismálum. Ekki kom þar fram að Magnús starfaði fyrir Samherja.

Bréfið er sent á heimili eftirfarandi aðila: Kára Jónassonar, formanns stjórnar, Birnu Þórarinsdóttur stjórnarmanns, Brynjólfs Stefánssonar stjórnarmanns, Elísabetar Indru Ragnarsdóttur stjórnarmanns, Guðlaugs G. Sverrissonar stjórnarmanns, Jóns Ólafssonar stjórnarmanns, Láru Hönnu Einarsdóttur stjórnarmanns, Marðar Árnasonar stjórnarmanns, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur stjórnarmanns, Valgeirs Vilhjálmssonar stjórnarmanns, Margrétar Magnúsdóttur, starfandi útvarpsstjóra, og Stefáns Eiríkssonar, verðandi útvarpsstjóra.

Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að bréfið hafi ekki verið tekið fyrir. „Stjórnin hefur ekkert með þetta að gera. Þetta er ritstjórnarvald fréttarstofunnar. Stjórnin hefur ekkert með ritstjórnarvald fréttastofunnar að gera, á hvaða deild sem er í Ríkisútvarpinu,“ segir hann í samtali við Stundina.

Bréf SamherjaSamherji segir að Rúv hafi brotið gegn lögum og refsingin geti varðað tveggja ára fangelsi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár