Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Reykjavíkurborg kaupir klósett fyrir 5 milljónir

Borg­in greið­ir 2 millj­ón­ir króna fyr­ir sér­fræði­þjón­ustu um hvernig reka eigi sjálf­virk al­menn­ings­sal­erni. Til stend­ur að rífa öll kló­sett­in næst­kom­andi haust.

Reykjavíkurborg kaupir klósett fyrir 5 milljónir
Borgin kaupir klósett Sjálfvirk almenningssalerni verða áfram tiltæk í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Reykjavik.is

Reykjavíkurborg hefur keypt sjö almenningssalerni í miðborginni af fyrri eiganda. Til stóð að loka salernunum um síðustu áramót, eftir að borgin ákvað að endurnýja ekki þjónustusamning við eiganda salernanna. Ef af hefði orðið hefðu engin sjálfvirk almenningssalerni verið til staðar í miðborginni. Af því varð þó ekki eftir að borgin keypti salernin.

Salernin sjö keypti borgin fyrir fimm milljónir króna, en greiddi jafnframt tvær milljónir króna fyrir sérfræðiþjónustu fyrri eiganda, „enda þekking á rekstri sjálfvirkra almenningssalerna af skornum skammti,“ að því er segir í svari frá skrifstofu rekstrar og umhirðu borgarlandsins við fyrirspurn Stundarinnar. Þá var einnig keypt þjónustubifreið fyrir þrjár milljónir en sú mun eftir því sem fram kemur í svari frá borginni að mestu nýtast í önnur verkefni. Í heild voru því greiddar tíu milljónir króna þegar Reykjavíkurborg tók yfir rekstur salernanna. Eitt salernið mun vera bilað og hafa verið bilað frá því um mitt ár í fyrra. Ekki stendur til að laga það og eru því sex sjálfvirk almenningssalerni í rekstri í dag.

EHermannsson, sem áður hét AFA JDCecaux, átti og rak salernin en borgin ákvað að endurnýja ekki samning við fyrirtækið um þjónustuna. Samkvæmt upplýsingum frá EHermannsson munu um 100 þúsund manns hafa notað salernin árlega og mun borgin hafa greitt um 40 milljónir króna á ári til fyrirtækisins vegna rekstrar þeirra.

Enn stendur til að bjóða út uppsetningu og rekstur nýrra salerna og eru kaup borgarinnar því skammtímalausn. Ástæðan er sú að núverandi salerni standast ekki kröfur um aðgengi hreyfihamlaðra. Vonast er til að hægt verði að taka ný salerni í notkun í ágúst á þessu ári. Þegar til þess kemur mun borgin því kosta niðurrif eldri salerna. Ekki er tekið gjald fyrir not á salernunum nú um stundir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár