Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Reykjavíkurborg kaupir klósett fyrir 5 milljónir

Borg­in greið­ir 2 millj­ón­ir króna fyr­ir sér­fræði­þjón­ustu um hvernig reka eigi sjálf­virk al­menn­ings­sal­erni. Til stend­ur að rífa öll kló­sett­in næst­kom­andi haust.

Reykjavíkurborg kaupir klósett fyrir 5 milljónir
Borgin kaupir klósett Sjálfvirk almenningssalerni verða áfram tiltæk í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Reykjavik.is

Reykjavíkurborg hefur keypt sjö almenningssalerni í miðborginni af fyrri eiganda. Til stóð að loka salernunum um síðustu áramót, eftir að borgin ákvað að endurnýja ekki þjónustusamning við eiganda salernanna. Ef af hefði orðið hefðu engin sjálfvirk almenningssalerni verið til staðar í miðborginni. Af því varð þó ekki eftir að borgin keypti salernin.

Salernin sjö keypti borgin fyrir fimm milljónir króna, en greiddi jafnframt tvær milljónir króna fyrir sérfræðiþjónustu fyrri eiganda, „enda þekking á rekstri sjálfvirkra almenningssalerna af skornum skammti,“ að því er segir í svari frá skrifstofu rekstrar og umhirðu borgarlandsins við fyrirspurn Stundarinnar. Þá var einnig keypt þjónustubifreið fyrir þrjár milljónir en sú mun eftir því sem fram kemur í svari frá borginni að mestu nýtast í önnur verkefni. Í heild voru því greiddar tíu milljónir króna þegar Reykjavíkurborg tók yfir rekstur salernanna. Eitt salernið mun vera bilað og hafa verið bilað frá því um mitt ár í fyrra. Ekki stendur til að laga það og eru því sex sjálfvirk almenningssalerni í rekstri í dag.

EHermannsson, sem áður hét AFA JDCecaux, átti og rak salernin en borgin ákvað að endurnýja ekki samning við fyrirtækið um þjónustuna. Samkvæmt upplýsingum frá EHermannsson munu um 100 þúsund manns hafa notað salernin árlega og mun borgin hafa greitt um 40 milljónir króna á ári til fyrirtækisins vegna rekstrar þeirra.

Enn stendur til að bjóða út uppsetningu og rekstur nýrra salerna og eru kaup borgarinnar því skammtímalausn. Ástæðan er sú að núverandi salerni standast ekki kröfur um aðgengi hreyfihamlaðra. Vonast er til að hægt verði að taka ný salerni í notkun í ágúst á þessu ári. Þegar til þess kemur mun borgin því kosta niðurrif eldri salerna. Ekki er tekið gjald fyrir not á salernunum nú um stundir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár