„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“

Birt­ing­ar­mynd­ir gyð­inga eru ólík­ar í per­són­um mynd­anna Jojo Rabbit og Uncut Gems. Gagn­rýn­andi seg­ir þá fyrri of ör­láta í garð nas­ista og er kom­in með nóg af mynd­um um hvítt fólk sem lær­ir að hætta að hata eft­ir að hafa kynnst mann­eskju úr minni­hluta­hópi.

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“
Jojo Rabbit Hitler er ímyndaður vinur ungs drengs sem lærir að hætta að hata gyðinga. Mynd: KIMBERLEY FRENCH/FOX SEARCHLIGHT

Ungur drengur í Hitlesæskunni á foringjann sjálfan sem ímyndaðan besta vin, en þarf að takast á við eigin sannfæringu þegar hann kemst að því að ung stúlka, gyðingur, er í felum á heimili hans. Um þetta fjallar kvikmyndin Jojo Rabbit, sem hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni.

Frá því að tilkynnt var um gerð myndarinnar hefur mikið verið rætt um hvort í henni mundi heppnast að fjalla á gamansaman hátt um kúgun gyðinga og gjörðir nasista, sérstaklega Adolf Hitler. Leikstjóri myndarinnar, Nýsjálendingurinn Taika Waititi sem einnig leikur hinn kjánalega Hitler í myndinni, hefur sjálfur lýst henni sem „háðsádeilu gegn hatri“ og hefur hún hlotið góða aðsókn og umtal.

Upprisa haturshópa í Bandaríkjunum og Evrópu og aukin opinber andúð á gyðingum hefur vakið umræðu um birtingarmyndir gyðinga í listum. Jojo Rabbit hefur í því samhengi verið rædd í sömu andrá og önnur mynd, Uncut Gems …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár