Ungur drengur í Hitlesæskunni á foringjann sjálfan sem ímyndaðan besta vin, en þarf að takast á við eigin sannfæringu þegar hann kemst að því að ung stúlka, gyðingur, er í felum á heimili hans. Um þetta fjallar kvikmyndin Jojo Rabbit, sem hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni.
Frá því að tilkynnt var um gerð myndarinnar hefur mikið verið rætt um hvort í henni mundi heppnast að fjalla á gamansaman hátt um kúgun gyðinga og gjörðir nasista, sérstaklega Adolf Hitler. Leikstjóri myndarinnar, Nýsjálendingurinn Taika Waititi sem einnig leikur hinn kjánalega Hitler í myndinni, hefur sjálfur lýst henni sem „háðsádeilu gegn hatri“ og hefur hún hlotið góða aðsókn og umtal.
Upprisa haturshópa í Bandaríkjunum og Evrópu og aukin opinber andúð á gyðingum hefur vakið umræðu um birtingarmyndir gyðinga í listum. Jojo Rabbit hefur í því samhengi verið rædd í sömu andrá og önnur mynd, Uncut Gems …
Athugasemdir