Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“

Birt­ing­ar­mynd­ir gyð­inga eru ólík­ar í per­són­um mynd­anna Jojo Rabbit og Uncut Gems. Gagn­rýn­andi seg­ir þá fyrri of ör­láta í garð nas­ista og er kom­in með nóg af mynd­um um hvítt fólk sem lær­ir að hætta að hata eft­ir að hafa kynnst mann­eskju úr minni­hluta­hópi.

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“
Jojo Rabbit Hitler er ímyndaður vinur ungs drengs sem lærir að hætta að hata gyðinga. Mynd: KIMBERLEY FRENCH/FOX SEARCHLIGHT

Ungur drengur í Hitlesæskunni á foringjann sjálfan sem ímyndaðan besta vin, en þarf að takast á við eigin sannfæringu þegar hann kemst að því að ung stúlka, gyðingur, er í felum á heimili hans. Um þetta fjallar kvikmyndin Jojo Rabbit, sem hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni.

Frá því að tilkynnt var um gerð myndarinnar hefur mikið verið rætt um hvort í henni mundi heppnast að fjalla á gamansaman hátt um kúgun gyðinga og gjörðir nasista, sérstaklega Adolf Hitler. Leikstjóri myndarinnar, Nýsjálendingurinn Taika Waititi sem einnig leikur hinn kjánalega Hitler í myndinni, hefur sjálfur lýst henni sem „háðsádeilu gegn hatri“ og hefur hún hlotið góða aðsókn og umtal.

Upprisa haturshópa í Bandaríkjunum og Evrópu og aukin opinber andúð á gyðingum hefur vakið umræðu um birtingarmyndir gyðinga í listum. Jojo Rabbit hefur í því samhengi verið rædd í sömu andrá og önnur mynd, Uncut Gems …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár