Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fullkomnasta sláturskip í heimi notað til að minnka laxadauðann hjá Arnarlaxi

Norska slát­ur­skip­ið The Norweg­i­an Gann­et er á leið­inni til Ís­lands frá Dan­mörku. Hjálp­ar Arn­ar­laxi að slátra upp úr kví­um fé­lags­ins í Arnar­firði þar sem erf­ið­ar að­stæð­ur hafa vald­ið laxa­dauða. Lax­inn verð­ur flutt­ur beint af landi brott og í pökk­un­ar­verk­smiðju á Norð­ur-Jótlandi.

Fullkomnasta sláturskip í heimi notað til að minnka laxadauðann hjá Arnarlaxi
Fullkomnasta sláturskip í heimi The Norwegian Gannet er á leiðinni til landsins til að aðstoða Arnarlax við að slátra upp úr eldiskvíunum í Arnarfirði þar sem erfiðar aðstæður hafa valdið talsverðum laxadauða.

Eitt þekktasta og fullkomnasta sláturskip í heimi, The Norwegian Gannet, er á leiðinni til landsins til að aðstoða stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, Arnarlax, við að slátra upp úr eldiskvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Vont veður og erfiðar aðstæður í Arnarfirði hafa valdið Arnarlaxi tjóni síðustu daga þar sem fyrirtækið hefur ekki getað slátrað sjálft upp úr fimm eldiskvíum sem fyrirtækið rekur í firðinum þar sem er að finna 4 þúsund tonn af eldislaxi í sláturstærð, 6- 9 kíló, á að giska 450 til 650 þúsund laxar. 

Talsverður laxadauði hefur verið í kvíum Arnarlax í Arnarfirði, sérstaklega einni kví, þar sem veðrið sem gengið hefur yfir veldur því meðal annars að laxarnir nuddast upp við sjókvíarnir, sár byrja að myndast á þeim sem aftur eykur líkurnar á fiskisjúkdómum sem drepið geta laxana.

Stundin greindi frá þessu í gær og sagði Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, að von væri á skipi frá Danmörku í dag til að slátra upp úr kvíunum. „Það er von á skipi á morgun frá Danmörku til að hjálpa til við slátrun.“ Þetta er The Norwegian Gannet. 

„Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er“ 

 Arnarlax er því í kapphlaupi við tímann að bjarga þeim verðmætum sem er að finna í eldiskvíunum svo hægt sé að forðast frekari laxadauða og selja laxinn til manneldis en ekki í dýrafóður, meðal annars, líkt og gert er við laxinn sem drepst í kvíunum. 

Skipið sagt engu líkt

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hafði ekki svarað spurningum sem Stundin sendi honum þegar fréttin var birt heldur vísaði í frétt um komu skipsins á heimasíðu Arnarlax þar sem meðal annars segir: „Að auki er sláturskipið Norwegian Gannet á leið til landsins til að aðstoða við slátrun en um er að ræða eitt fullkomnasta sláturskip í heimi.“

Skipið er í eigu norskra aðila, eins og nafnið ber með sér, og eru lýsingarnar á því þannig að það sé einstakt í heiminum. Lýsingarnar eru á köflum háfleygar. Á vefsíðunni Salmon Business segir meðal annars um skipið: „Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er.“ 

Laxinn fer beint af landi brott

Notkun Arnarlax á sláturskipinu þýðir að eldislaxinn sem starfsmenn skipsins munu slátra verður fluttur beint úr landi í The Norwegian Gannet. 

Í skipinu er hægt að slátra 160 þúsund tonnum af eldislaxi á ári, sem er rúmlega fimmföld ársframleiðsla á eldislaxi á Íslandi árið 2019. Skipið getur flutt 1.000 tonn af eldislaxi í einu. 

Laxinn er fluttur til bæjarins Hirtshals á Norður-Jótlandi í Danmörku þar sem eigandi skipsins, norska fyrirtækið Hav Line, á og rekur sína eigin pökkunarverksmiðju. Eins og segir á heimasíðunni Salmon Business þá felur notkun skipsins það í sér að ekki þarf að fara með laxinn í land þar sem sjókvíarnar sem hann slátrar upp úr eru. „Í þessu felst að skipafélagið Hav Line, eigandi The Norwegian Gannet, sleppi við þá erfiðleika sem felast í lokuðum og eða hættulegum vegum.“ 

Erfiðar samgöngur á Íslandi, og til og frá Íslandi, eru meðal þeirra aðstæðna sem Arnarlax hefur nefnt sem hindranir fyrir frekari uppgangi laxeldis á Íslandi. Notkun skipa eins og The Norwegian Gannet kemur eyðir þessu tiltekna vandamáli en felur líka í sér að sjókvíaeldið skapar ekki eins mikla atvinnu fyrir fólk í landi þar sem slátrun og önnur vinnsla á laxinum og flutningur á honum er á annarra höndum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár