Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrst Íslendinga til að vinna Óskarsverðlaun

„Þetta er villt augna­blik,“ sagði Hild­ur Guðna­dótt­ir í nótt.

Fyrst Íslendinga til að vinna Óskarsverðlaun

„Ég heyrði nafnið mitt, og ég labba upp á svið, hugsandi: Ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið sá ég að allir stóðu. Það felldi mig alveg,“ sagði tónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir eftir að hafa orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun og fyrsta konan til að vinna verðlaunin ein fyrir kvikmyndatónlist.

Í viðtölum eftir að hafa tekið við verðlaununum sagðist hún  hafa reynt að komast inn í hugarheim Jókersins og kafa ofan í drifkraft sögunnar þegar hún gerði tónlista um kvikmyndina.

„Það var aðalinnblásturinn minn,“ sagði hún.

Hildur hefur gert tónlist við fjölmargar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, meðal annars Eiðinn eftir Baltasar Kormák og Ófærð með Jóhanni Jóhannssyni. Magnþrungin túlkun Hildar á sálminum Heyr himnasmiður heyrðist svo í bandarísku þáttaröðinni vinsælu A Handmaid’s tale árið 2017. Hildur gerði tónlistina við kvikmyndirnar Mary Magdalene og Sicario ásamt Jóhanni Jóhannssyni, og tónlist við meðal annars kvikmyndirnar Journey’s End, Tom of Finland, Strong Island og Sicario áður en hún sópaði að sér verðlaunum fyrir Chernobyl-þáttaröðina og Joker.

Hún er einnig fyrsta konan sem vinnur Golden Globe og Bafta-verðlaunin ein án samstarfs við annað tónskáld.

Viðtal við Hildi eftir verðlauninHér útskýrir Hildur meðal annars leyndarmálið við gerð kvikmyndatónlistar, hvernig kafa þurfi ofan í söguna og greina hvað drífur hana áfram.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár