Nokkrir kínverskir ferðamenn, sem teknir voru tali í miðbæ Reykjavíkur í vikunni sögðust litlar áhyggjur hafa af Wuhan-kórónaveirunni og voru sannfærðir um að kínversk heilbrigðisyfirvöld hefðu fulla stjórn á þróun mála. Þær Lin og Xiaoie voru að leita að andlitsgrímum til að fara með heim til Kína. Þær sögðu að grímurnar væru uppseldar á heimaslóðum þeirra og ættingjar þeirra höfðu beðið þær um að koma með eins margar og mögulegt væri. Þær höfðu keypt nokkrar grímur og voru í leit að fleirum.
„Við höfum engar sérstakar áhyggjur af veirunni,“ sagði Lin. „Grímurnar eru til öryggis, þær fást ekki fyrir almenning í Kína því að þær eru sendar á spítalana.“
Xiaoie sagðist litlar áhyggjur hafa af Wuhan-kórónaveirunni. „Nei, ég held að þetta verði allt í lagi,“ sagði hún.
„Ég sé enga ástæðu til að hafa áhyggjur.“
Eric tók í sama streng. „Land mitt er mjög …
Athugasemdir