Fyrirkomulagi samræmdra prófa í 4., 7. og 9. bekk grunnskóla verður breytt, gangi tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu fram að ganga. Lagt er til að í stað fárra og umfangsmikilla prófa eins og nú er verði þau fleiri og styttri.
Starfshópurinn skilaði nýverið skýrslu með tillögum um framtíðarstefnu um samræmt námsmat. Þar segir meðal annars að í stað þess að tala um próf verði notað heitið matsferill um námsmat í grunnskólum. Lagt er til að áherslan verði á fjölbreytt, stutt, hnitmiðuð, rafræn próf eins og það er orðað í skýrslunni og að skólarnir hafi fullt valfrelsi til að nýta sér þau innan vissra marka.
Í núverandi fyrirkomulagi samræmdra prófa felst að þau eru lögð fyrir 4. og 7. bekk í íslensku og stærðfræði og 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Í skýrslunni kemur fram að það sé mat starfshópsins að mörg lítil próf og verkefni …
Athugasemdir