Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Læknir segir Landspítala óstarfhæft sjúkrahús

Lækn­ar á Land­spít­ala segja Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra ekki átta sig á hversu al­var­legt ástand sé á spít­al­an­um þar sem neyð­ar­ástand ríki. Al­var­legt sé að ráð­herra fari fram á að lækn­ar þegi yf­ir stöðu mála.

Læknir segir Landspítala óstarfhæft sjúkrahús
Staðan alvarleg Læknarnir Björn Rúnar og Ragnar Freyr telja Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á Landspítala sé. Mynd: Læknablaðið

Læknar á Landspítala segja framgöngu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala hafa rýrt traust til hennar. Alvarlegt sé að ráðherra fari fram á að læknar þegi yfir því ástandi sem ríki á spítalanum, ekki síst í ljósi þess að kjölfar efnahagshrunsins var það talinn einn helsti orsakavaldur hrunsins að umræða um stöðu mála hafi verið þögguð. Staðan sé sú að á Landpítala ríki nú neyðarástand og að spítalinn sé sé óstarfhæfur sem sjúkrahús þegar komi að því að sinna bráðveiku fólki.

Í nýju Læknablaði er rætt við Ragnar Frey Ingvarsson, sérfræðing í lyf og gigtarlækningum á Landspítala, og Björn Rúnar Lúðvíksson, formann prófessoraráðs Landspítala. Á fundi ráðherra með læknaráði sagði Svandís meðal annars að það væri orðin töluverð áskorun fyrir hana „að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um það að þessi stofnun sé nánast hætt við.“ Þeir Ragnar og Björn gagnrýndu báðir þessi orð ráðherra á umræddum fundi.

Ragnar segir það háalvarlegt að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af hruninu en svo að reynt sé að kæfa niður þegar læknar lýsi þeirri alvarlegu stöðu sem uppi sé á spítalanum. „Það er svo skammt frá hruni og í kjölfar þess var þögn talin einn af orsakavöldum þess hversu illa fór. Það hefði kannski bægt frá meira tjóni en ella hefði fólk tjáð sig.“

Læknar hræddir við að tjá sig

Björn segir að hann telji að Svandís hafi ekki áttað sig á því hversu alvarlegt ástand ríki á spítalanum og um hversu langan tíma svo hafi verið. „Við höfum horft á hvernig hefur molnað undan starfsemi spítalans mjög lengi,“ segir Björn og bendir á að niðurskurðurinn sem spítalinn hafi þurft að taka á sig við efnahagshrunið hafi aldrei verið bættur.

„Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar kemur að því að sinna bráðveiku, og þá sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki“

Ragnar segir að á spítalanum ríki neyðarástand og það hafi ríkt um langa hríð. „Mann grípur skelfing að hugsa til þess að fyrir einu og hálfu ári sögðum við að það væri neyðarástand. Ekkert var gert. Neyðarástandið verður því alltaf meira.“ Vissulega sé ýmislegt sem verið sé að gera í heilbrigðiskerfinu jákvætt, svo sem uppbygging hjúkrunarrýma auk annars. Hins vegar breyti það ekki þeirri stöðu að neyðarástand ríki á Landspítala. Sjúkrahúsið sé að hluta óstarfhæft. „Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar kemur að því að sinna bráðveiku, og þá sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki,“ segir Ragnar.

Báðir segja þeir Björn og Ragnar að það gangi ekki að sitja hjá og tjá sig ekki um stöðuna eins og hún sé. Björn segir að hann upplifi að þeir sem stígi fram og segi hug sinn í þessum efnum hljóti ekki framgang í starfi og lendi í vandræðum með að koma málum sínum áfram. „Menn hafa því verið hræddir við að tjá hug sinn opinberlega. Það er ekki gott.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár