Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Læknir segir Landspítala óstarfhæft sjúkrahús

Lækn­ar á Land­spít­ala segja Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra ekki átta sig á hversu al­var­legt ástand sé á spít­al­an­um þar sem neyð­ar­ástand ríki. Al­var­legt sé að ráð­herra fari fram á að lækn­ar þegi yf­ir stöðu mála.

Læknir segir Landspítala óstarfhæft sjúkrahús
Staðan alvarleg Læknarnir Björn Rúnar og Ragnar Freyr telja Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á Landspítala sé. Mynd: Læknablaðið

Læknar á Landspítala segja framgöngu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala hafa rýrt traust til hennar. Alvarlegt sé að ráðherra fari fram á að læknar þegi yfir því ástandi sem ríki á spítalanum, ekki síst í ljósi þess að kjölfar efnahagshrunsins var það talinn einn helsti orsakavaldur hrunsins að umræða um stöðu mála hafi verið þögguð. Staðan sé sú að á Landpítala ríki nú neyðarástand og að spítalinn sé sé óstarfhæfur sem sjúkrahús þegar komi að því að sinna bráðveiku fólki.

Í nýju Læknablaði er rætt við Ragnar Frey Ingvarsson, sérfræðing í lyf og gigtarlækningum á Landspítala, og Björn Rúnar Lúðvíksson, formann prófessoraráðs Landspítala. Á fundi ráðherra með læknaráði sagði Svandís meðal annars að það væri orðin töluverð áskorun fyrir hana „að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um það að þessi stofnun sé nánast hætt við.“ Þeir Ragnar og Björn gagnrýndu báðir þessi orð ráðherra á umræddum fundi.

Ragnar segir það háalvarlegt að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af hruninu en svo að reynt sé að kæfa niður þegar læknar lýsi þeirri alvarlegu stöðu sem uppi sé á spítalanum. „Það er svo skammt frá hruni og í kjölfar þess var þögn talin einn af orsakavöldum þess hversu illa fór. Það hefði kannski bægt frá meira tjóni en ella hefði fólk tjáð sig.“

Læknar hræddir við að tjá sig

Björn segir að hann telji að Svandís hafi ekki áttað sig á því hversu alvarlegt ástand ríki á spítalanum og um hversu langan tíma svo hafi verið. „Við höfum horft á hvernig hefur molnað undan starfsemi spítalans mjög lengi,“ segir Björn og bendir á að niðurskurðurinn sem spítalinn hafi þurft að taka á sig við efnahagshrunið hafi aldrei verið bættur.

„Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar kemur að því að sinna bráðveiku, og þá sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki“

Ragnar segir að á spítalanum ríki neyðarástand og það hafi ríkt um langa hríð. „Mann grípur skelfing að hugsa til þess að fyrir einu og hálfu ári sögðum við að það væri neyðarástand. Ekkert var gert. Neyðarástandið verður því alltaf meira.“ Vissulega sé ýmislegt sem verið sé að gera í heilbrigðiskerfinu jákvætt, svo sem uppbygging hjúkrunarrýma auk annars. Hins vegar breyti það ekki þeirri stöðu að neyðarástand ríki á Landspítala. Sjúkrahúsið sé að hluta óstarfhæft. „Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar kemur að því að sinna bráðveiku, og þá sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki,“ segir Ragnar.

Báðir segja þeir Björn og Ragnar að það gangi ekki að sitja hjá og tjá sig ekki um stöðuna eins og hún sé. Björn segir að hann upplifi að þeir sem stígi fram og segi hug sinn í þessum efnum hljóti ekki framgang í starfi og lendi í vandræðum með að koma málum sínum áfram. „Menn hafa því verið hræddir við að tjá hug sinn opinberlega. Það er ekki gott.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár