Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Læknir segir Landspítala óstarfhæft sjúkrahús

Lækn­ar á Land­spít­ala segja Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra ekki átta sig á hversu al­var­legt ástand sé á spít­al­an­um þar sem neyð­ar­ástand ríki. Al­var­legt sé að ráð­herra fari fram á að lækn­ar þegi yf­ir stöðu mála.

Læknir segir Landspítala óstarfhæft sjúkrahús
Staðan alvarleg Læknarnir Björn Rúnar og Ragnar Freyr telja Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á Landspítala sé. Mynd: Læknablaðið

Læknar á Landspítala segja framgöngu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala hafa rýrt traust til hennar. Alvarlegt sé að ráðherra fari fram á að læknar þegi yfir því ástandi sem ríki á spítalanum, ekki síst í ljósi þess að kjölfar efnahagshrunsins var það talinn einn helsti orsakavaldur hrunsins að umræða um stöðu mála hafi verið þögguð. Staðan sé sú að á Landpítala ríki nú neyðarástand og að spítalinn sé sé óstarfhæfur sem sjúkrahús þegar komi að því að sinna bráðveiku fólki.

Í nýju Læknablaði er rætt við Ragnar Frey Ingvarsson, sérfræðing í lyf og gigtarlækningum á Landspítala, og Björn Rúnar Lúðvíksson, formann prófessoraráðs Landspítala. Á fundi ráðherra með læknaráði sagði Svandís meðal annars að það væri orðin töluverð áskorun fyrir hana „að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um það að þessi stofnun sé nánast hætt við.“ Þeir Ragnar og Björn gagnrýndu báðir þessi orð ráðherra á umræddum fundi.

Ragnar segir það háalvarlegt að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af hruninu en svo að reynt sé að kæfa niður þegar læknar lýsi þeirri alvarlegu stöðu sem uppi sé á spítalanum. „Það er svo skammt frá hruni og í kjölfar þess var þögn talin einn af orsakavöldum þess hversu illa fór. Það hefði kannski bægt frá meira tjóni en ella hefði fólk tjáð sig.“

Læknar hræddir við að tjá sig

Björn segir að hann telji að Svandís hafi ekki áttað sig á því hversu alvarlegt ástand ríki á spítalanum og um hversu langan tíma svo hafi verið. „Við höfum horft á hvernig hefur molnað undan starfsemi spítalans mjög lengi,“ segir Björn og bendir á að niðurskurðurinn sem spítalinn hafi þurft að taka á sig við efnahagshrunið hafi aldrei verið bættur.

„Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar kemur að því að sinna bráðveiku, og þá sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki“

Ragnar segir að á spítalanum ríki neyðarástand og það hafi ríkt um langa hríð. „Mann grípur skelfing að hugsa til þess að fyrir einu og hálfu ári sögðum við að það væri neyðarástand. Ekkert var gert. Neyðarástandið verður því alltaf meira.“ Vissulega sé ýmislegt sem verið sé að gera í heilbrigðiskerfinu jákvætt, svo sem uppbygging hjúkrunarrýma auk annars. Hins vegar breyti það ekki þeirri stöðu að neyðarástand ríki á Landspítala. Sjúkrahúsið sé að hluta óstarfhæft. „Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar kemur að því að sinna bráðveiku, og þá sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki,“ segir Ragnar.

Báðir segja þeir Björn og Ragnar að það gangi ekki að sitja hjá og tjá sig ekki um stöðuna eins og hún sé. Björn segir að hann upplifi að þeir sem stígi fram og segi hug sinn í þessum efnum hljóti ekki framgang í starfi og lendi í vandræðum með að koma málum sínum áfram. „Menn hafa því verið hræddir við að tjá hug sinn opinberlega. Það er ekki gott.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár