Matgæðingurinn og listakonan Hanna Þóra Th. Guðjónsdóttir tekur vel á móti blaðamanni á vinnustofu sinni í Hafnarfirði með ilmandi nýbökuðu brauði og þeyttu smjöri. Hanna er alin upp á miklu matarheimili og setti upphaflega upp síðuna hanna.is, í samstarfi við systur sína, til að deila uppskriftum móður þeirra. Síðan þá hefur vefsíðan vaxið og dafnað og birtir Hanna þar reglulega uppskriftir að nýjustu tilraunum sínum í eldhúsinu. Auk þess hafa fjölskyldumeðlimir lagt hönd á plóg og segir Hanna skemmtilegt hvernig vefsíðan hafi sameinað krafta fjölskyldunnar. Matargerðin sé í raun þeirra sameiginlega áhugamál og á hverjum sunnudegi bjóði hún fjölskyldunni í mat og noti þau þá gjarnan sem tilraunadýr til að prófa ýmsa rétti.
„Ég hef alltaf haft gaman af því að búa til mat og er alin upp á miklu matarheimili en mamma hefur alltaf búið til mjög góðan mat og var svolítið á undan sinni samtíð. Við bjuggum um …
Athugasemdir