Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland með lægsta hlutfall fanga í Evrópu

End­ur­koma fanga hef­ur ekki auk­ist eft­ir að ra­f­rænt eft­ir­lit og tæki­færi til sam­fé­lags­þjón­ustu voru inn­leidd á Ís­landi.

Ísland með lægsta hlutfall fanga í Evrópu
Helgi Gunnlaugsson Afbrotafræðingur segir þá sem fremja ofbeldisglæpi ekki eiga jafn mikla möguleika á samfélagsþjónustu.

Samkvæmt tölum Eurostat var Ísland með lægsta hlutfall fanga af íbúafjölda í Evrópu árið 2017. Á Íslandi sátu 39 manns inni af hverjum 100.000 íbúum, en hæst var hlutfallið í Litháen, þar sem 232 sátu inni sem hlutfall af sama fjölda. Meðaltal ríkja Evrópusambandsins er 116 af hverjum 100.000 íbúum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. „Við eigum að vera stolt af þessu og halda í þetta kerfi,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Hann bendir á að upptaka rafræns eftirlits og möguleikar til samfélagsþjónustu minnki ekki fælingarmátt sé tekið mið af þróun undanfarinna ára. Ísland hafi verið með um 40 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og það hafi lítið breyst frá því að rafrænt eftirlit var tekið upp árið 2012.

Helgi segir að margir þeirra sem eru á biðlistum eftir afplánun vera með óskilorðsbundna dóma sem eru styttri en 12 mánuðir og geti því afplánað með samfélagsþjónust ef þeir vilji. „Síðustu árin höfum við haft kerfi sem gerir það að verkum að menn afplána styttri tíma í fangelsi og þannig helst heildartalan niðri,“ segir hann.„ Þetta hefur ekki haft það í för með sér að ítrekunartíðni hafi hækkað. Við höfum ekki séð aukningu í endurkomu fanga eftir að við tókum upp stefnu sem kveður á um rafrænt eftirlit, eða aukna möguleika til samfélagsþjónustu.“

Loks bendir hann á að þeir sem brjóti alvarlega af sér, til dæmis með ofbeldisbrotum, eigi ekki eins mikla möguleika á samfélagsþjónustu eða að afplánun þeirra styttist. „Við erum með kerfi sem gerir það að verkum að þeir sem ekki eru hættulegir umhverfi sínu, sleppa frekar við fangelsisvistina en aðrir,“ segir hann. „Þeir sem sýna ofbeldishegðun hafa ekki þessa sömu möguleika.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár