Halldór Auðar Svansson, sonur Auðar Styrkársdóttur, mátti leggjast inn á geðdeild árið 2010 eftir að hafa lent í geðrofi. Halldór lýsir því þannig að hann hafi misst alla yfirsýn yfir raunveruleikann, höfuðið á honum hafi verið yfirfullt af ranghugmyndum og hálfgerðu mikilmennskubrjálæði. Hann var hins vegar tiltölulega fljótur að jafna sig eftir að hann hætti að reykja kannabis, en sú neysla var einn af orsakaþáttunum fyrir því að Halldór lenti í umræddu ástandi, að hans sögn. Halldór segir að í eftirleik veikindanna, þegar af honum bráði, hafi honum oft verið hugsað til Helga frænda síns og hans veikinda, en auðvitað ekki síður til bróður síns Kára, sem einnig hefur barist við geðræn veikindi, eins og kemur fram hér í blaðinu.
Halldór segir að Helgi frændi hans hafi ekki spilað stóra rullu í hans uppvexti innan fjölskyldunnar. „Hún var náttúrlega …
Athugasemdir