Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Speglaði sig í veikindum Helga og Kára

Hall­dór Auð­ar Svans­son lenti í geðrofi sem ekki síst má rekja til kanna­bis­reyk­inga. Hann hætti í borg­ar­stjórn til að gæta að geð­heilsu sinni. Nú starfar hann við geð­heil­brigð­is­mál og seg­ir mik­il­vægt að nýta reynslu þeirra sem glímt hafa við geð­sjúk­dóma í mála­flokkn­um.

Speglaði sig í veikindum Helga og Kára
Hugsað til frænda síns og bróður Í sínum geðrænu veikindum varð Halldóri oft hugsað til Helga móðurbróður síns og Kára bróður síns, sem báðir höfðu glímt við slík veikindi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Halldór Auðar Svansson, sonur Auðar Styrkársdóttur, mátti leggjast inn á geðdeild árið 2010 eftir að hafa lent í geðrofi. Halldór lýsir því þannig að hann hafi misst alla yfirsýn yfir raunveruleikann, höfuðið á honum hafi verið yfirfullt af ranghugmyndum og hálfgerðu mikilmennskubrjálæði. Hann var hins vegar tiltölulega fljótur að jafna sig eftir að hann hætti að reykja kannabis, en sú neysla var einn af orsakaþáttunum fyrir því að Halldór lenti í umræddu ástandi, að hans sögn. Halldór segir að í eftirleik veikindanna, þegar af honum bráði, hafi honum oft verið hugsað til Helga frænda síns og hans veikinda, en auðvitað ekki síður til bróður síns Kára, sem einnig hefur barist við geðræn veikindi, eins og kemur fram hér í blaðinu.

Halldór segir að Helgi frændi hans hafi ekki spilað stóra rullu í hans uppvexti innan fjölskyldunnar. „Hún var náttúrlega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár