Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Sam­tök sem lagst hafa gegn inn­göngu Ís­lands í Evr­ópu­sam­band­ið skipu­leggja hóp­ferð til London til að fagna út­göngu Bret­lands.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
Gunnlaugur Ingvarsson og Hallur Hallsson Heimssýn hyggst samfagna með Bretum í lok mánaðarins.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur boðað til hópferðar Íslendinga til London til að samfagna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tengiliður vegna ferðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins, sem leggst gegn fjölmenningu á Íslandi. Fararstjóri verður Hallur Hallsson fréttamaður og rithöfundur.

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 31. janúar að óbreyttu og hefur útgangan í daglegu tali verið kölluð Brexit. Hópferð Heimssýnar mun standa í þrjár nætur frá fimmtudeginum 30. janúar til sunnudagsins 2. febrúar. „Hér er um heimssögulegan viðburð að ræða,“ segir í tilkynningu frá Heimssýn vegna ferðarinnar.

Heimssýn eru samtök sem hafa barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Formaður þeirra er Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, en margir áhrifamenn hafa gegnt því embætti í gegnum tíðina, meðal annars Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár