Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fylgi Samfylkingar eykst og Miðflokkurinn dalar

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins í könn­un MMR. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina eykst lít­il­lega.

Fylgi Samfylkingar eykst og Miðflokkurinn dalar
Logi Már Einarsson Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins í könnun MMR.

Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Mælist flokkurinn með 16,8 prósenta fylgi og yrði næst stærsti flokkur landsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem áður stærstur með 20,3 prósenta fylgi, nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Fylgi Miðflokksins dalar hins vegar og mælist 12,9 prósent. Mældist flokkurinn með 14,3 prósent í síðustu könnun. Fylgi flokkanna sem á eftir koma er mjög jafnt. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 11,1 prósent, örlitlu meir en í síðustu könnun. Píratar mælast með 11 prósenta fylgi og dala lítillega frá síðustu könnun. Þá er fylgi Viðreisnar 10,5 prósent og fylgi Framsóknarflokksins 8,2 prósent.

Loks mælist Sósíalistaflokkur Íslands með 4,1 prósent og Flokkur fólksins með 3,5 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 41,2 prósent, samanborið við 39 prósent í síðustu könnun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár