Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lýsir biðinni eftir að stúlkan fyndist: „Þetta voru hræðilega erfiðar 40 mínútur“

Helena Jóns­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur á Flat­eyri, seg­ir að bið­in eft­ir því að stúlk­an sem lenti í snjóflóð­inu á Flat­eyri fynd­ist hafi ver­ið af­ar erf­ið. And­rúms­loft­ið í þorp­inu ein­kenn­ist af ná­ungakær­leik og sam­stöðu.

Lýsir biðinni eftir að stúlkan fyndist: „Þetta voru hræðilega erfiðar 40 mínútur“
Segir Flateyringa ekki brotna Helena Jónsdóttir, sálfræðingur á Flateyri, segir að þrátt fyrir að snjóflóðin hafi verið áfall þá séu heimamenn ekki brotnir heldur séu þeir fyrst og fremst uppteknir af því að huga að náunganum.

„Þetta er hræðilegt áfall og manni þykir mjög undarelgt að það falli tvo flóð þarna á nánast sama tíma. Fyrra flóðið olli auðvitað miklu áfalli, tjónið var mikið og fólk var kannski svolítið ruglað á eftir. Alvöru áfallið kom hins vegar eftir seinna flóðið, þegar að við fréttum að það væri ung stúlka grafin undir. Þetta voru hræðilega erfiðar 40 mínútur, þar til við áttuðum okkur á því að þetta fór jafn ótrúlega vel og raun bar vitni,“ segir Helena Jónsdóttir, íbúi á Flateyri og sálfræðingur hjá áfallateymi Rauða krossins á Vestfjörðum.

„Þetta lýsir bara hvers konar ótrúlegt fólk býr hér“

Helena segir að flóðin í gær ýfi upp hræðilega erfið sár frá því fyrir aldarfjórðungi hjá þeim sem þá voru búsettir á Flateyri. „En það er svo merkilegt, þeir sem upplifðu áfallið fyrir 25 árum síðan, þau hafa miklu meiri áhyggjur af okkur nýliðunum í þorpinu. Þau eru meira að tékka á okkur og okkar líðan. Þetta lýsir bara hvers konar ótrúlegt fólk býr hér,“ sagði Helena en um leið neyddist hún til að kveðja blaðamann þar eð björgunarsveitin þurfti á kröftum hennar að halda.

Fá mikla aðstoð

Blaðamaður heyrði aftur í Helenu um fjögurleytið en þá hafði hún unnið að sálgæslu nágranna sinna frá því að hún kvaddi í fyrra símtali. Spurð hvort það væri ekki flókið í ljósi þess að hún sjálf hefði orðið fyrir áfalli sem íbúi í þorpinu sagði Helena að það væri það jú upp að vissu marki en hún hefði einnig fengið gríðarlega góða aðstoð hjá öðrum sem mynda áfallateymi Rauða krossins á Vestfjörðum en það fólk kom með varðskipinu Þór um miðjan dag. „Það getur líka hjálpað að vera að ganga í gegnum það sama og manneskjan sem ég er að reyna að hjálpa, það auðveldar mér að aðstoða.“

„Svo einhvern veginn leysum við þetta saman“

Spurð hvernig henni þyki andlegt ástand Flateyringa vera eftir áfallið segir Helena það fyrst og fremst einkennast af náungakærleik og samstöðu. „Andlegt ástand þorpsbúa er auðvitað ekki gott en það er heldur ekki þannig að hér séu allir brotnir. Hér ríkir bara náungakærleikur og samstaða og það er fyrsta verkefni allra, að tékka á næsta manni og að láta hann tékka á þér til baka. Svo einhvern veginn leysum við þetta saman. Áfallið er svolítið liðið, það er ekki eins og við sitjum uppi með hræðilegar, óafturkallanlegar afleiðingar. Þetta er eignatjón, ekki manntjón, og það auðvitað gerir þetta einhvern veginn þannig að fólk getur þjappað sér saman. Það er enginn yfirbugaður af sorg.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
FréttirSnjóflóð á Flateyri

Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur lýs­ir létt­in­um þeg­ar stúlk­an fannst: „Tíu full­orðn­ir karl­menn grétu á sama tíma“

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar á Flat­eyri, seg­ir að tjón á dauð­um hlut­um skipti engu máli. „Ég heyrði nokk­uð sem ég hef aldrei heyrt áð­ur,“ seg­ir hann um augna­blik­ið þeg­ar ung­lings­stúlka fannst á lífi í rúm­inu sínu und­ir snjóflóð­inu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár