Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum

Af­ganska par­inu, átján og nítj­án ára göml­um, sem fyrr í des­em­ber var synj­að um efn­is­lega með­ferð á Ís­landi, fædd­ist í gær lít­il stúlka á fæð­ing­ar­deild Land­spít­al­ans í Reykja­vík. Litla fjöl­skyld­an dvel­ur nú í hús­næði ætl­uðu hæl­is­leit­end­um í Reykja­nes­bæ. Al­menn­ing­ur legg­ur fjöl­skyld­unni lið með því að safna fyr­ir það nauð­synj­um.

Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum
Móðir og barn Ungt par sem eru hælisleitendur frá Afganistan eignuðust dóttur á fæðingardeild Landspítalans í gær. Þau eru nú komin aftur í húsnæði fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Mynd: Shutterstock

Í gær, á annan í jólum, fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík lítil stúlka. Hún er fyrsta barns ungs pars frá Afganistan, átján ára konu og nítján ára manns.  Parið fékk fyrr í þessum mánuði þær fréttir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verði ekki tekin til skoðunar, á þeim grundvelli að þau hafi þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þau bíða þess því að verða flutt þangað aftur. Barnið og foreldrarnir ungu dvelja nú í Reykjanesbæ, í húsnæði fyrir hælisleitendur. 

Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir hefur, ásamt fleirum, staðið fyrir söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir barnið. Margir hafa brugðust við kallinu og boðið ýmislegt fram, svo sem eins og bílstól, föt og fleira.

Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður umsækjenda hjá Rauða krossi Íslands, vakti athygli á stöðu fólksins í grein sem birtist á Vísi á dögunum. Þar kom meðal annars fram að í haust hafi nokkrir einstaklingar, þar á meðal parið, fengið niðurstöðu frá Kærunefnd útlendingamála um endursendingu til Grikklands. Hún bendir á að Rauði krossinn hafi í sumar skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum til Grikklands vegna þess alvarlega ástands sem þar ríkir. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar séu algeng vandamál meðal flóttafólks þar. 

Segir Guðríður að talsmenn Rauða krossins hafi ekki orðið varir við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sé sýnd mildi eða mannúð, við mat á því hvort heimilt sé að senda þau til Grikklands. Margt bendi raunar til þess að íslensk stjórnvöld geri nú strangari kröfur en áður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár