Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála synj­aði fyrr í þess­um mán­uði ungu af­gönsku pari um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi, á þeim grund­velli að þau hafi þeg­ar vernd í Grikklandi. Par­ið á von á sínu fyrsta barni á næstu dög­um. Rauði kross­inn mót­mæl­ir harð­lega end­ur­send­ing­um til Grikk­lands.

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd
Flóttamannabúðir í Grikklandi Ástandið í Grikklandi er afar ótryggt en heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru algengt vandamál meðal flóttafólks í landinu. Mynd: Páll Stefánsson

Ungt par frá Afganistan, átján ára kona og nítján ára maður, fengu í síðustu viku þær fréttir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verði ekki tekin til skoðunar og þau verði því send aftur til Grikklands. Það er Kærunefnd útlendingamála sem kemst að þeirri niðurstöðu, á þeim grundvelli að þau hafi þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Parið kom, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossi Íslands, til Íslands frá Grikklandi síðastliðið sumar en það á von á sínu fyrsta barni nú um jólin. 

Árið 2010 hættu íslensk stjórnvöld að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, vegna slæms ástands í gríska hæliskerfinu. Mannúðarsamtök og sérfræðingar í málefnum flóttamanna og hælisleitenda hafa bent á að aðstæður fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi séu síður en svo betri. Rauði krossinn skoraði til að mynda í sumar á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum til Grikklands vegna þess alvarlega ástands sem þar ríkir. Þrátt fyrir það halda stjórnvöld áfram að senda fólk sem hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi aftur þangað. 

Guðríður Lára ÞrastardóttirTalsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands.

Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, fjallar um endursendingar til Grikklands í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Þar segir að í haust hafi nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands. Þar segir hún jafnframt að orð sem rituð eru í niðurstöðu kærunefndarinnar, í máli unga parsins frá Afganistan, komi verulega á óvart og stingi í stúf við fyrri úrskurði. „Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu.“ 

Hér má lesa þann úrskurð sem Guðríður nefnir, en í því tilfelli sneri Kærunefnd útlendingamála við úrskurði Útlendingastofnunar um að hafna beiðni fjölskyldu um efnislega meðferð hér á landi, meðal annars á þeim grundvelli að hætt mæðra- og ungbarnavernd kynni að vera ófullnægjandi í Grikklandi: „Í nýjustu ársskýrslu gagnagrunns Evrópuráðsins um flóttamenn og landflótta einstaklinga, Asylum Information Database, kemur fram að einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi fundið fyrir erfiðleikum með að fá viðunandi heilbrigðisþjónustu og á það einkum við um einstaklinga sem tilheyra sérstaklega viðkvæmum hópum. Þá segir á vefsvæði alþjóðasamtakanna Doctors of the World að konur á flótta í Grikklandi hafi átt erfitt með að fá aðgang að fullnægjandi mæðravernd þar í landi.Kemur fram að árið 2016 hafi samtökin hrint af stað herferð með það að markmiði að bæta mæðravernd til flóttakvenna í Grikklandi. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að margt hafi áunnist í þeim efnum eigi þungaðar konur enn á hættu að fá ekki fullnægjandi mæðravernd og ungbarnavernd þar í landi,“ segir í úrskurðinum. 

„Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu.“ 

Reglugerðarbreyting dómsmálaráðherra nýtist þeim ekki

Síðastliðið sumar fjölluðu fjölmiðlar talsvert um mál Zainab Safari og fjölskyldu hennar, sem koma einnig frá Afganistan. Stóð til að senda Zainab, bróður hennar og móður aftur til Grikklands, þar sem þau höfðu fengið alþjóðlega vernd þar. Yfirvofandi brottflutningi þeirra var harðlega mótmælt, ekki síst af skólafélögum Zainab í Hagaskóla. Þrýstingurinn skilaði sér í því að dómsmálaráðherra gerði breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að fjölskyldan, auk annarrar fjölskyldu í svipaðri stöðu, fengu efnislega meðferð hér á landi. „Breytingin fól í sér að Útlendingastofnun hefði heimild til að taka til efnismeðferðar mál barnafjölskyldna sem hlotið hafa vernd og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi,“ bendir Guðríður á í grein sinni og segir það miður að Rauði krossinn, sem sinni réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hafi ekki orðið vart við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands. „Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnana vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi,“ segir Guðríður.  

Ekki fengust upplýsingar um hvenær má búast við að fjölskyldan verði send úr landi. Ljóst er að barnið mun fæðast hér á landi, þar sem hún er komin of nálægt settum fæðingardegi til þess að fljúga.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár