Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála synj­aði fyrr í þess­um mán­uði ungu af­gönsku pari um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi, á þeim grund­velli að þau hafi þeg­ar vernd í Grikklandi. Par­ið á von á sínu fyrsta barni á næstu dög­um. Rauði kross­inn mót­mæl­ir harð­lega end­ur­send­ing­um til Grikk­lands.

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd
Flóttamannabúðir í Grikklandi Ástandið í Grikklandi er afar ótryggt en heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru algengt vandamál meðal flóttafólks í landinu. Mynd: Páll Stefánsson

Ungt par frá Afganistan, átján ára kona og nítján ára maður, fengu í síðustu viku þær fréttir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verði ekki tekin til skoðunar og þau verði því send aftur til Grikklands. Það er Kærunefnd útlendingamála sem kemst að þeirri niðurstöðu, á þeim grundvelli að þau hafi þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Parið kom, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossi Íslands, til Íslands frá Grikklandi síðastliðið sumar en það á von á sínu fyrsta barni nú um jólin. 

Árið 2010 hættu íslensk stjórnvöld að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, vegna slæms ástands í gríska hæliskerfinu. Mannúðarsamtök og sérfræðingar í málefnum flóttamanna og hælisleitenda hafa bent á að aðstæður fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi séu síður en svo betri. Rauði krossinn skoraði til að mynda í sumar á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum til Grikklands vegna þess alvarlega ástands sem þar ríkir. Þrátt fyrir það halda stjórnvöld áfram að senda fólk sem hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi aftur þangað. 

Guðríður Lára ÞrastardóttirTalsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands.

Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, fjallar um endursendingar til Grikklands í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Þar segir að í haust hafi nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands. Þar segir hún jafnframt að orð sem rituð eru í niðurstöðu kærunefndarinnar, í máli unga parsins frá Afganistan, komi verulega á óvart og stingi í stúf við fyrri úrskurði. „Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu.“ 

Hér má lesa þann úrskurð sem Guðríður nefnir, en í því tilfelli sneri Kærunefnd útlendingamála við úrskurði Útlendingastofnunar um að hafna beiðni fjölskyldu um efnislega meðferð hér á landi, meðal annars á þeim grundvelli að hætt mæðra- og ungbarnavernd kynni að vera ófullnægjandi í Grikklandi: „Í nýjustu ársskýrslu gagnagrunns Evrópuráðsins um flóttamenn og landflótta einstaklinga, Asylum Information Database, kemur fram að einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi fundið fyrir erfiðleikum með að fá viðunandi heilbrigðisþjónustu og á það einkum við um einstaklinga sem tilheyra sérstaklega viðkvæmum hópum. Þá segir á vefsvæði alþjóðasamtakanna Doctors of the World að konur á flótta í Grikklandi hafi átt erfitt með að fá aðgang að fullnægjandi mæðravernd þar í landi.Kemur fram að árið 2016 hafi samtökin hrint af stað herferð með það að markmiði að bæta mæðravernd til flóttakvenna í Grikklandi. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að margt hafi áunnist í þeim efnum eigi þungaðar konur enn á hættu að fá ekki fullnægjandi mæðravernd og ungbarnavernd þar í landi,“ segir í úrskurðinum. 

„Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu.“ 

Reglugerðarbreyting dómsmálaráðherra nýtist þeim ekki

Síðastliðið sumar fjölluðu fjölmiðlar talsvert um mál Zainab Safari og fjölskyldu hennar, sem koma einnig frá Afganistan. Stóð til að senda Zainab, bróður hennar og móður aftur til Grikklands, þar sem þau höfðu fengið alþjóðlega vernd þar. Yfirvofandi brottflutningi þeirra var harðlega mótmælt, ekki síst af skólafélögum Zainab í Hagaskóla. Þrýstingurinn skilaði sér í því að dómsmálaráðherra gerði breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að fjölskyldan, auk annarrar fjölskyldu í svipaðri stöðu, fengu efnislega meðferð hér á landi. „Breytingin fól í sér að Útlendingastofnun hefði heimild til að taka til efnismeðferðar mál barnafjölskyldna sem hlotið hafa vernd og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi,“ bendir Guðríður á í grein sinni og segir það miður að Rauði krossinn, sem sinni réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hafi ekki orðið vart við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands. „Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnana vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi,“ segir Guðríður.  

Ekki fengust upplýsingar um hvenær má búast við að fjölskyldan verði send úr landi. Ljóst er að barnið mun fæðast hér á landi, þar sem hún er komin of nálægt settum fæðingardegi til þess að fljúga.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár