Rússneska útgerðarfélagið sem gerði stofnsamning við Samherja um að kaupa togarann Heinaste fyrr á árinu hefði „aldrei“ gert þennan samning ef það hefði vitað af mútumálinu í Namibíu. Kaupin á togaranum eru nú komin í uppnám út af fréttum um stórfelldar mútugreiðslur Samherja í Namibíu.
Samherji hefur veitt hestamakríl með Heinaste í Namibíu síðastliðin ár og hafa staðið yfir harðar deilur um togarann við meðfjárfesta Samherja í Namibíu. Í október gerði Samherji samning við rússnesku útgerðina Preobrazhenskaya Base of Trawl Fleet um að selja henni Heinaste á 20 milljónir dollara, tæplega 2.5 milljarða króna, en rússneska fyrirtækið vill nú slíta samkomulaginu.
Þetta kemur fram í bréfaskiptum lögmannsstofu Samherja, Wikborg Rein, og lögmannsstofunnar Dawson, Edwards Associates frá því fyrr í þessum mánuði. Gögnin eru hluti af dómsmáli í Namibíu um togarann Heinaste.
Slíta stofnsamningnum
Tekið skal fram að ekki var um ræða undirritaðan kaupsamning heldur svokallaðan stofnsamning (e. MOA) sem …
Athugasemdir