Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Suður-kóresk samfélagsádeila trompar Hollywood-myndirnar

Gaman­þriller­inn Paras­ite sank­ar að sér verð­laun­um og fær ein­róma lof gagn­rýn­enda. Nýj­ar mynd­ir frá Scorsese, Baum­bach og Tar­ant­ino eru á með­al þeirra verka sem tal­in eru hafa stað­ið upp úr á ár­inu.

Suður-kóresk samfélagsádeila trompar Hollywood-myndirnar
Parasite Nýjasta kvikmynd Bong Joon-ho þykir einstaklega vel heppnuð.

Árið 2019 í heimi kvikmyndanna kristallaði þá þróun sem hefur orðið í bandarískum kvikmyndaiðnaði síðustu ár. Risastórar poppkornsmyndir á borð við ofurhetjumyndina Avengers: Endgame þénuðu andvirði hundruða milljarða íslenskra króna á meðan streymisveitur eins og Netflix gerðu áframhaldandi atlögu að því að verða heimili ódýrari kvikmynda eftir virta leikstjóra.

Hollywood gat þó ekki hunsað suður-kóreska stórvirkið Parasite, sem virðist tróna á toppi flestra lista gagnrýnenda nú þegar árinu er að ljúka.

Vefsíðan Metacritic heldur utan um samtölu þeirra verðlauna, tilnefninga og viðurkenninga sem kvikmyndir ársins hafa fengið hjá helstu hátíðum og samtökum gagnrýnenda. Þær efstu tíu þykja líklegar til afreka á stóru verðlaunahátíðunum, þó að eins og allir vita séu þær ekki alltaf besti mælikvarðinn á gæði kvikmynda.

1 Parasite í leikstjórn Bong Joon-ho

Fátæk en útsjónarsöm fjölskylda í Suður-Kóreu kemst í kynni við fína og ríka fjölskyldu með ótrúlegum afleiðingum. Því minna sem er sagt um söguþráð meistaraverksins Parasite …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár