Árið 2019 í heimi kvikmyndanna kristallaði þá þróun sem hefur orðið í bandarískum kvikmyndaiðnaði síðustu ár. Risastórar poppkornsmyndir á borð við ofurhetjumyndina Avengers: Endgame þénuðu andvirði hundruða milljarða íslenskra króna á meðan streymisveitur eins og Netflix gerðu áframhaldandi atlögu að því að verða heimili ódýrari kvikmynda eftir virta leikstjóra.
Hollywood gat þó ekki hunsað suður-kóreska stórvirkið Parasite, sem virðist tróna á toppi flestra lista gagnrýnenda nú þegar árinu er að ljúka.
Vefsíðan Metacritic heldur utan um samtölu þeirra verðlauna, tilnefninga og viðurkenninga sem kvikmyndir ársins hafa fengið hjá helstu hátíðum og samtökum gagnrýnenda. Þær efstu tíu þykja líklegar til afreka á stóru verðlaunahátíðunum, þó að eins og allir vita séu þær ekki alltaf besti mælikvarðinn á gæði kvikmynda.
1 Parasite í leikstjórn Bong Joon-ho
Fátæk en útsjónarsöm fjölskylda í Suður-Kóreu kemst í kynni við fína og ríka fjölskyldu með ótrúlegum afleiðingum. Því minna sem er sagt um söguþráð meistaraverksins Parasite …
Athugasemdir