Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Suður-kóresk samfélagsádeila trompar Hollywood-myndirnar

Gaman­þriller­inn Paras­ite sank­ar að sér verð­laun­um og fær ein­róma lof gagn­rýn­enda. Nýj­ar mynd­ir frá Scorsese, Baum­bach og Tar­ant­ino eru á með­al þeirra verka sem tal­in eru hafa stað­ið upp úr á ár­inu.

Suður-kóresk samfélagsádeila trompar Hollywood-myndirnar
Parasite Nýjasta kvikmynd Bong Joon-ho þykir einstaklega vel heppnuð.

Árið 2019 í heimi kvikmyndanna kristallaði þá þróun sem hefur orðið í bandarískum kvikmyndaiðnaði síðustu ár. Risastórar poppkornsmyndir á borð við ofurhetjumyndina Avengers: Endgame þénuðu andvirði hundruða milljarða íslenskra króna á meðan streymisveitur eins og Netflix gerðu áframhaldandi atlögu að því að verða heimili ódýrari kvikmynda eftir virta leikstjóra.

Hollywood gat þó ekki hunsað suður-kóreska stórvirkið Parasite, sem virðist tróna á toppi flestra lista gagnrýnenda nú þegar árinu er að ljúka.

Vefsíðan Metacritic heldur utan um samtölu þeirra verðlauna, tilnefninga og viðurkenninga sem kvikmyndir ársins hafa fengið hjá helstu hátíðum og samtökum gagnrýnenda. Þær efstu tíu þykja líklegar til afreka á stóru verðlaunahátíðunum, þó að eins og allir vita séu þær ekki alltaf besti mælikvarðinn á gæði kvikmynda.

1 Parasite í leikstjórn Bong Joon-ho

Fátæk en útsjónarsöm fjölskylda í Suður-Kóreu kemst í kynni við fína og ríka fjölskyldu með ótrúlegum afleiðingum. Því minna sem er sagt um söguþráð meistaraverksins Parasite …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár