Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfstæðisfélag gagnrýnt fyrir myndmál nasista - „Ekki gegn neinum þjóðfélagshópi“

Nýtt Fé­lag sjálf­stæð­is­manna um full­veld­is­mál not­ar mynd­mál og hug­tök í aug­lýs­ingu sem minna á þjóð­ern­is­sinna. Stofn­end­ur vilja sporna gegn fylg­istapi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Ég átta mig ekki al­veg á því af hverju þessi mynd á að tákna eitt­hvað slæmt,“ seg­ir einn stofn­enda.

Sjálfstæðisfélag gagnrýnt fyrir myndmál nasista - „Ekki gegn neinum þjóðfélagshópi“
Af forsíðu Morgunblaðins frá stríðsárunum Ólafur Hannesson segir auglýsingunni ekki beint gegn neinum hópi.

Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál verður stofnað formlega fullveldisdaginn 1. desember næstkomandi. Aðstandendur stofnfundarins hafa sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag vegna auglýsingar með myndmáli og hugtökum þjóðernissinna og nasista.

Ólafur Hannesson, einn þeirra sem standa að stofnun félagsins, segist ekki vera í forsvari fyrir hópinn þar sem formaður hefur ekki verið kosinn. Hann segir teikningu í auglýsingunni vera fengna af forsíðu gamals eintaks af Morgunblaðinu. „Það er ekki verið að höfða gegn neinum hópum eða slíkt,“ segir Ólafur. „Þetta er bara fólk sem þykir vænt um land og þjóð og vill standa vörð um fullveldið. Þetta er ekki þessi myndlíking sem er búið að setja fram á Facebook og í fjölmiðlum.“

Forsíða MorgunblaðsinsMerki flokks Quisling var notað á kosningadegi eftir að Hitler hafði hertekið Noreg.

Ólafur segir að það hljóti að hafa verið hugsunarleysi að sjá ekki þessa tengingu. „Þeir sem eru að búa til eitthvað út úr þeirri mynd eru kannski aðilar sem hafa meiri áhuga á að mistúlka þetta en að sjá hvað raunverulega er til staðar,“ segir Ólafur. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju þessi mynd á að tákna eitthvað slæmt í því samhengi. Þetta á ekki að vera nein sérstök þjóðernishyggja eða eitthvað svoleiðis. Það er bara verið að tala um að vernda fullveldið og ég held að flestir geti verið sammála um að það sé jákvæður hlutur. Það snýr ekki gegn neinum þjóðfélagshópi.“

Í auglýsingu vegna fundarins er notuð teikning af þreknum manni og slagorðið „Frjáls þjóð í frjálsu landi“. Fyrir aftan manninn eru til stuðnings vígbúinn víkingur, kaþólskur prestur og fleiri menn í herklæðum. Víkingurinn heldur á skildi með sólkrossinum, merki sem í gegnum tíðina hefur verið notað af þjóðernissinnum. Najsonal Samling, flokkur norska fasistans Vidkun Quisling, notaði krossinn í merki sínu og í seinni tíð hefur hann verið notaður í merki nýnasistavefsíðunnar Stormfront.

„Þetta á ekki að vera nein sérstök þjóðernishyggja eða eitthvað svoleiðis“
Vidkun QuislingForingi Nasjonal Samling stýrði Noregi í skjóli Hitler.

Teikningin birtist á forsíðu Morgunblaðsins kosningadaginn 5. júlí 1942, á sama tíma og flokkur Quisling var forsætisráðherra Noregs undir hersetu Nasistaflokks Adolf Hitler. Á teikningunni sést að samkoman er líklega á Þingvöllum, þar sem fjöldi manns er samankominn og veifar spjöldum með listabókstafnum D fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Stefna Sjálfstæðisflokksins,“ stendur á forsíðunni. „Endurreisn lýðveldisins. Frjáls þjóð í frjálsu landi. Reykvíkingar fylkja sjer um D-listann í dag.“

Ólafur segir að félagið sé stofnað vegna óánægju með hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir og með það að markmiði að halda félögum í flokknum. Fylgi flokksins hefur minnkað nokkuð að undanförnu og er Miðflokkurinn kominn upp að hlið hans sem annar af stærstu flokkum landsins. Ólafur segir að ekki sé verið að reyna að ná til ákveðins hóps flokksmanna með myndmálinu. „Hugmyndin með félaginu er að halda utan um þann hóp sem finnst vanta ákveðinn stuðning í flokknum við þessi fullveldismál,“ segir hann. „Það er ekki verið að höfða inn á neina sérstaka aðila með myndmálinu. Það eru málefnin sem skipta máli.“

AuglýsinginFélagið verður stofnað í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins 1. desember.
Merki StormfrontNýnasistasíðan hefur notað útgáfu af sólkrossinum í merki sínu.

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, bendir á líkindin við áróður nasista í færslu á Facebook. „Sjálfstæðisflokkurinn er eilítið óheppinn með myndarval á auglýsingunni fyrir nýja félagið sitt,“ skrifar hann. „Merkið á skildi víkingins er sólkrossinn, flokksmerki norska nasistaflokksins Nasjonal samling sem var illræmdur flokkur Vidkuns Quislings. Bergmálið við áróðursveggspjöld þess flokks er vægast sagt óþægilegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár