Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi seðlabanka­stjóri lýsir mögu­legum brotum Samherja á gjaldeyris­hafta­lögunum

Svein Har­ald Øygård, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri teng­ir sam­an upp­ljóstran­ir í Sam­herja­skjöl­un­um við Seðla­banka­mál­ið og út­skýr­ir að fyrra mál­ið geti varp­að ljósi á hið seinna.

Fyrrverandi seðlabanka­stjóri lýsir mögu­legum brotum Samherja á gjaldeyris­hafta­lögunum
Segir Samherjaskjölin réttlæta rannsókn á Samherja Svein Harald Øygard segir að svo virðist sem Samherjamálið í Namibíu réttlæti rannsókn Seðlabankans á gjaldeyrisviðskiptum Samherja. Mynd: Paal Krokan-Mathisen

Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, Svein Harald Øygård, segir að gögnin í Samherjamálinu um fjármagnsflutninga Samherja í gegnum bankareikninga í norska bankanum DNB bendi til mögulegra brota útgerðarfélagsins á gjaldeyrishaftalögunum sem sett voru á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.  Stundin greindi frá upplýsingum úr Samherjaskjölunum í Namibíu, meðal annars fjármagnsflutningunum í DNB, í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera fyrir tæpum tveimur vikum.  

Eins og greint var frá í þessum umfjöllunum lokaði DNB bankinn bankareikningum sem tilheyrðu félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum, sem Samherji hafði notaði frá árinu 2011 til að greiða út laun og JPC Ship Management á Kýpur í maí í fyrra vegna þess ekki lá fyrir hverjir ættu þessi félög. Níu milljarðar króna frá Samherja höfðu þá farið um reikninga Cape Cod FS og til að greiða laun sjómanna sem unnu hjá Samherja í Afríku, meðal annars í Namibíu. Tekið skal að ekki er vitað hvort Seðlabanki Íslands hafi haft vitneskju um Cape Cod FS þegar bankinn rannsakaði mál Samherja en við húsleitina árið 2012 hafði Cape Cod verið til sem félag í eitt og hálft ár. 

„Það hefði ekki verið hægt að skálda þennan skít“

Svein Harald talar um þessi tengsl á milli málanna tveggja, Samherjamálsins í Namibíu og Seðlabankamálsins, á Facebook-síðu sinni og setur upplýsingar um bankareikninga Samherja í DNB bankanum í samhengi við rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brot Samherja á lögunum um gjaldeyrismál en þetta mál hófst með húsleit hjá útgerðinni árið 2012.

Pistill hans hefst á orðunum „Það hefði ekki verið hægt að skálda  þennan skít,“ og vísar þar til þess að margt í íslenska efnahagshruninu hafi verið lyginni líkast líkt og einnig gildi um mál Samherja í Namibíu. 

Kýpur og möguleg brot á skilaskyldu

Svein Harald segir: „Samkvæmt fréttum áttu sér stað greiðslur frá reikningum Samherja í DNB til Kýpur og til Marshall-eyja sem og til namibískra ráðamanna [….] Áhugavert er að fyrir nærri áratug síðan spurðu margir sig spurninga um hvernig þessir bankareikningar á Kýpur voru notaðir.“

Seðlabankastjórinn fyrrverandi útskýrir svo hvernig hann telji að Samherji hafi mögulega notað eignarhaldsfélög sín á Kýpur til að brjóta gegn skilaskyldu þeirri á gjaldeyri sem var í gildi á Íslandi eftir hrunið 2008. 

Skilaskyldan fól í sér að íslensk fyrirtæki og einstaklingar með lögheimili á Íslandi áttu að skila þeim gjaldeyri sem þeir fengu til Íslands, sama hvar svo sem millifærslurnar áttu sér stað. Ef þetta var ekki gert fól það í sér mögulegt brot á skilaskyldunni. 

Eins og greint var frá í Stundinni voru bæði Þorsteinn Már Baldvinsson og Steinunn Helga Guðmundsdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, sektuð vegna brota á skilaskyldu en þau fengu um 2 milljarða króna millifærða inn á reikninga sína í DNB frá eignarhaldsfélögum Samherja á Kýpur. Brotin og sektirnar voru svo afturkallaðar vegna mistaka sem gerð voru við setningu reglna um gjaldeyrismál. 

Um skilskylduna og önnur ákvæði gjaldeyrishaftalaganna segir seðlabankastjórinn fyrrverandi: „Ísland setti gjaldeyrishöft eftir hrunið 2008. Íslenska krónan var að hruni komin og olli þetta Íslandi og Íslendingum miklum skaða, þar sem margir voru með erlend lán á bakinu. Þess vegna voru sett lög sem bönnuðu skipti á íslenskum krónum yfir í erlendar myntir í fjárfestingatilgangi. Að sama skapi voru íslenskir útflytjendur skuldbundnir til að skila erlendum gjaldeyri sínum til Íslands.“ 

Var sektaðurÞorsteinn Már Baldvinsson var sektaður fyrir að skila ekki gjaldeyri til landsins eftir hrunið 2008 en Samherjaskjölin sýna millifærslur inn á persónulegan bankareikning hans í norska bankanum DNB upp á mörg hundruð milljónir króna. Sektin var svo afturkölluð vegna mistaka við lagasetningu.

Svona var hægt að brjóta lögin

Svein Harald segir svo í Facebook-innleggi sínu að ein leið til að brjóta gjaldeyrishaftalögin hafi verið að koma hagnaði fyrir erlendis, til dæmis með milliverðlagningu á fiski. Milliverðlagning er þegar til dæmis íslenskt útgerðarfélag, sem bæði selur og kaupir fisk útgerðarinnar, velur að haga viðskiptunum þannig að söluverð fisksins úr landi er umtalsvert lægra en söluverð fisksins erlendis með það fyrir augum að láta hagnaðinn af innbyrðis viðskiptum útgerðarinnar myndast erlendis. „Ein leið til að fara framhjá gjaldeyrishaftalögunum, gæti meðal annars verið að koma hagnaði af viðskiptum með fisk fyrir á Kýpur í gegnum „milliverðlagningu“. Þetta gæti meðal annars falið í sér að selja fisk til félags á Kýpur fyrir lágt verð og svo að láta félagið á Kýpur selja fiskinn til næsta kaupanda á miklu hærra verði. Hagnaðurinn myndi þá verða eftir á Kýpur og „fræðilega“ myndi fyrirtækið bæði losna við skatta og ná að komast framhjá gjaldeyrishaftalögunum.“

Var RÚV að „búa til glæp“?

Seðlabankamálið hófst á því að fréttaskýringaþátturinn Kastljós í Ríkissjónvarpinu kannaði og birti fréttir um viðskipti Samherja með karfa, samkvæmt því sem útgerðarfélagið hefur sjálft sagt um upphaf málsins í einu af erindum sínum með málið. „Þann 20. febrúar 2012 kom fréttamaður Kastljóss, Helgi Seljan, á fund í gjaldeyriseftirlitinu. Bar hann undir starfsmenn þess upplýsingar sem hann hafði og vörðuðu verðlagningu karfa hjá Samherja í tengslum við útflutning félagsins til dótturfélaga sinna. Seðlabankinn hefur haldið því fram að þetta hafi markað upphaf málareksturs bankans á hendur Samherja.“

Inntakið í því sem Kastljósið rannsakaði og birti umfjöllun um árið 2012 var að Samherji hefði selt karfa frá Íslandi á undirverði til þýsks dótturfélags. Þannig hafi Samherji getað búið sér til meiri hagnað í útlöndum, en að með réttu hefði hagnaðurinn átt að myndast á Íslandi ef fiskurinn hefði verið seldur á markaðsvirði frá Íslandi. Þetta er auðvitað sú aðferð við að skapa hagnað erlendis sem Svein Harald ræðir í innleggi sínu þegar hann tengir þessi tvö mál saman með þessum hætti. 

Rétt áður en upplýsingar um Samherjaskjölin birtust sakaði Þorsteinn Már RÚV um að hafa búið Seðlabankamálið til.  „Er eðlilegt að ríkisfjölmiðill sé að reyna að búa til glæp með með stofnun sem á að vera mesta virðingarstofnun landsins?,“ sagði hann í viðtali á Bylgjunni. 

 „Félagið varð viðskiptavinur í kjölfar þess að sett voru gjaldeyrishöft á Íslandi“

Miðað við mat Sveins Øygård, og þær upplýsingar sem fram koma í Samherjaskjölunum, er málið aðeins flóknara en svo. 

Reikningar stofnaðir út af gjaldeyrishaftalögunum

Eitt af því sem áhugavert við viðskipti Samherja við DNB bankann er að Samherji hóf notkun á skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS til að greiða út laun sjómanna í ársbyrjun 2011 eftir setningu gjaldeyrishaftalaganna á Íslandi. 

Eins og Stundin greindi frá fyrir tveimur vikum kom það fram í áhættumati sem unnið var innan DNB NOR um viðskipti JPC Shipmanagement áður en ákveðið var að loka ætti á viðskipti félagsins hjá DNB NOR að félagið hafi byrjað að eiga í viðskiptum við norska bankann árið 2013 út af gjaldeyrishaftalögunum á Íslandi. Samherji hafði þá þegar notað dótturfélag þess í nokkur ár enda var starfsmaður útgerðarinnar á Kanaríeyjum með umráðarétt yfir bankareikningi félagsins allt frá árinu 2010. Orðrétt segir um þetta í skýrslu norska bankans: „JPC Ship Management (á Kýpur) Ltd. [bankinn taldi JPC Ship Management vera móðurfélag] hefur verið viðskiptavinur LCI, sem nú tilheyrir Ocean Industries Global Seafood Oslo. Félagið varð viðskiptavinur í kjölfar þess að sett voru gjaldeyrishöft á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008.“

Spurningin sem eftir stendur er hvort þessir bankareikningar og þessi viðskipti Samherja í gegnum skattaskjólið hafi átt sér stað gagngert út af gjaldeyrishaftalögunum og þá hvort þessi viðskipti hafi falið í sér brot á þeim lögum. 

Varpa nýju ljósi á Seðlabankamálið 

Seðlabankastjórinn fyrrverandi ræðir svo um hvernig þessar upplýsingar úr Samherjaskjölunum geta varpað nýju ljósi á Seðlabankamálið sem hófst með húsleitinni árið 2012.

Þannig virðist seðlabankastjórinn vera að ýja að því mögulega þurfi að skoða allt Seðlabankamálið, meðferð þess í kerfinu og fyrir dómstólum á Íslandi, í ljósi þeirra upplýsinga sem fram koma í Samherjaskjölunum um fjármagnsflutninga og viðskipti Samherja erlendis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár