Nýtt efni

Hagsmunaöflin höfðu betur
Ekki verður framhald á táknrænum og efnahagslegum stuðningi Íslands við Úkraínu með niðurfellingu tolla. Hagsmunaöfl í landbúnaði lögðust þungt á þingmenn í því skyni að koma í veg fyrir áframhaldandi tollaleysi á kjúklingi, sem hin sömu öfl hafa meðal annars flutt inn sjálf. Framsóknarflokkurinn lagðist þver gegn áframhaldandi tollaleysi og hluti Sjálfstæðisflokksþingmanna, í óþökk utanríkisráðherra meðal annarra.

Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi enga aðkomu að rannsóknarmiðstöð kínverskrar ríkistofnunar á Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Húnsvaraði spurningum Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Þann 7. júní opnuðu stjórnvöld nýja vefsíðu, Verðgáttina, sem á að auðvelda neytendum að fylgjast með verðbreytingum á nauðsynjavörum. Hagfræðingur hjá BHM kallar vefsíðuna Verðsamráðsgáttina. Villa í gögnum gaf ranga mynd af heildarverði matarkörfu.

Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
„Engum einstaklingi hefur verið vísað frá án boða um önnur úrræði og ráðgjafar sveitarfélagsins boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum,“ segir í svari frá Hafnarfjarðarbæ við fyrirspurn Heimildarinnar vegna heimilislauss manns með lögheimili í Hafnarfirði sem var endurtekið vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu bæjarfélagsins, og svipti sig lífi í lok síðasta mánaðar.

Fjárkúgunarmál á hendur Vítalíu fellt niður
Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sem hófst með kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar á hendur Vítalíu Lazarevu. Kærðu þremenningarnir hana, ásamt Arnari Grant, fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og fyrir brot á friðhelgi einkalífs.

Greinir á um skammtastærðina
Þingmaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að allir leggist á árarnar við að ná niður verðbólgunni. Þingmaður Viðreisnar segir aftur á móti að ekki sé hægt að biðja aðra um að standa sig betur „þegar ríkisstjórnin hefur ekki staðið vaktina.“

Sendiráði Íslands í Rússlandi lokað og Rússum gert að minnka sitt hér
Sendiráð Íslands í Moskvu lokar 1. ágúst og Rússum hefur verið gert að minnka umsvif í sendiráði sínu hér á móti. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kallaði Mikhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, á fund í dag til að tilkynna þetta.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
Þegar leitað er upplýsinga um hvað verður um fernurnar sem Íslendingar þrífa, brjóta saman og flokka hjá sumum fyrirtækjanna sem fá greitt fyrir að endurvinna þær hafa fengist loðin svör. Íslenska gámafélagið hefur til að mynda gefið þrjár mismunandi skýringar.

Væntingalaus eftir reynslu af fyrra verkfalli
Þriggja barna móðir í Kópavogi hefur á stuttum tíma lent í tveimur mismunandi leikskólaverkföllum.

„Það er nýtt Ísland að vaxa þarna undir“
Stjórnandi hjá vísisjóði segir að ef þeir sem stýra málum í fyrirtækjaheiminum fari ekki að átta sig á því að einsleit teymi séu ekki rétta leiðin, þá muni þeir sennilega tapa. Þetta sé einfaldlega ekki góður bisness.

Þvöl depurð nýhyggjunar
„Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.“ Sigríður Jónsdóttir rýnir í leikverkið Lónið í Tjarnarbíói.

Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
Í bréfi sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist hún telja að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis væri til þess fallin að skapa traust um niðurstöður rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðanna í Súðavík 1995. Flóðin hafi verið reiðarslag fyrir íslenskt samfélag.