Rúmensk fjölskylda, sem var á vergangi í Reykjavík, með tvö börn og annað þeirra blint, er loks komin með húsnæði eftir að hafa neyðst til þess að dvelja á gistiheimili og hosteli í tæpan mánuð. Allan þann tíma leitaði fjölskyldan allra leiða til að finna húsnæði en árangurs. Ef húsnæði kom á leigumarkað var það yfirleitt of dýrt, fór fljótt eða fjölskyldunni var ekki svo mikið sem svarað. „Fordæmalaus staða er á leigumarkaði,“ segir Guðlaugur Þorsteinsson hjá Leigulistanum, leigumiðlun sem hefur verið starfandi frá 1993.
Betra líf á Íslandi
Eftir að hafa þvælst um Evrópu í leit að vinnu kom Ion Fudrui til Íslands fyrir þremur árum síðan. Hér ætlaði hann aðeins að dvelja um skamman tíma á meðan hann væri að safna peningum til að komast til Kanada, einn á ferð og peningalítill. „Ég gisti á gistiheimili í tvær vikur þangað til peningarnir kláruðust og ég færði mig yfir …
Athugasemdir