Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra er í fram­boði til for­manns Holl­vina­fé­lags Mennta­skól­ans í Reykja­vík, en fé­lag­ið hef­ur gagn­rýnt að skól­inn fái „lægri fram­lög en sam­bæri­leg­ir skól­ar“. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un Bene­dikts munu fjár­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins lækka um­tals­vert næstu ár­in.

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra vill hagsmunafélag fyrrverandi nemenda við Menntaskólann í Reykjavík. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Félagið hefur gagnrýnt að MR fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“ í fjárlögum, en næsta haust kemur það einmitt í hlut Benedikts sjálfs að leggja fram frumvarp til fjárlaga.  

 

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. 

Benedikt er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefni Menntaskólans í Reykjavík varða, því Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefur einnig kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Aðalfundur þess fer fram 27. maí næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skrifar sjálfur á vef Menntaskólans í Reykjavík. 

„Langvarandi fjársvelti“

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað þann 1. desember árið 2013 og hefur Benedikt gegnt formannshlutverki frá stofnun þess. Fyrsta verk félagsins var að skora á Alþingi að tryggja MR viðunandi fjárframlög við afgreiðslu fjárlaga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár